Þjóðmál - 01.06.2019, Page 64

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 64
62 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Ein fjölmargra lágmynda sem systurnar hafa sjálfar gert af miklu listfengi. Greinarhöfundur með bróður Rufino. Fransiskanar Árið 1967 bættust bræður í hópinn, en ákveðið var að kenna þá við heilagan Frans frá Assisí (1182–1226) sem stofnaði munklífi það sem við hann er kennt árið 1209, en móðir Basílea hafði mikið dálæti á heilögum Frans. Fransiskanarnir í Kanaan eru nú sjö, en voru um tíma á þriðja tug talsins, og búa í bræðraheimili sem er lágreist og látlaus bygging. Þessi viðbót varð mikil lyftistöng fyrir sam- félag Maríusystra, en bræðurnir tóku að sér margvísleg störf. Þeir hafa einnig verið í sam- bandi við fransiskana innan Rómarkirkjunnar og eru, líkt og systurnar, úr ýmsum kirkju- deildum. Einn fransiskana í Kanaan, bróðir Kaleb heitinn, var ýmsum Íslendingum kunnur, en hann tók þátt í Hátíð vonar sem haldin var í Reykjavík árið 2013 og kom aftur hingað til lands árið eftir vegna Kristsdagsins sem haldinn var í Hörpu. Gildi lifandi kristins samfélags Á okkar tímum er tískan að hrista af sér kristindóminn, troða hann fótum eða þagga í hel þrátt fyrir að margt það besta í evrópskri menningu sé af honum sprottið. En hvað sem öllu andstreymi líður er kristin trú lifandi og virkur áhrifavaldur í samfélögum okkar og vonandi má svo verða um alla framtíð. Lifandi kristin samfélög á borð við Kanaan í Darmstadt eru ákaflega þýðingarmikið fyrir vöxt og viðgang trúarinnar. Ég hvet sem flesta kristna menn og konur til að kynna sér störf Maríusystra og fransiskana í Kanaan og sækja þau heim eigi fólk þess kost. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni kanaan.org. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.