Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 64

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 64
62 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Ein fjölmargra lágmynda sem systurnar hafa sjálfar gert af miklu listfengi. Greinarhöfundur með bróður Rufino. Fransiskanar Árið 1967 bættust bræður í hópinn, en ákveðið var að kenna þá við heilagan Frans frá Assisí (1182–1226) sem stofnaði munklífi það sem við hann er kennt árið 1209, en móðir Basílea hafði mikið dálæti á heilögum Frans. Fransiskanarnir í Kanaan eru nú sjö, en voru um tíma á þriðja tug talsins, og búa í bræðraheimili sem er lágreist og látlaus bygging. Þessi viðbót varð mikil lyftistöng fyrir sam- félag Maríusystra, en bræðurnir tóku að sér margvísleg störf. Þeir hafa einnig verið í sam- bandi við fransiskana innan Rómarkirkjunnar og eru, líkt og systurnar, úr ýmsum kirkju- deildum. Einn fransiskana í Kanaan, bróðir Kaleb heitinn, var ýmsum Íslendingum kunnur, en hann tók þátt í Hátíð vonar sem haldin var í Reykjavík árið 2013 og kom aftur hingað til lands árið eftir vegna Kristsdagsins sem haldinn var í Hörpu. Gildi lifandi kristins samfélags Á okkar tímum er tískan að hrista af sér kristindóminn, troða hann fótum eða þagga í hel þrátt fyrir að margt það besta í evrópskri menningu sé af honum sprottið. En hvað sem öllu andstreymi líður er kristin trú lifandi og virkur áhrifavaldur í samfélögum okkar og vonandi má svo verða um alla framtíð. Lifandi kristin samfélög á borð við Kanaan í Darmstadt eru ákaflega þýðingarmikið fyrir vöxt og viðgang trúarinnar. Ég hvet sem flesta kristna menn og konur til að kynna sér störf Maríusystra og fransiskana í Kanaan og sækja þau heim eigi fólk þess kost. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni kanaan.org. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.