Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 67
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 65 Það er þó margt sem betur hefði mátt fara í aðdraganda skipunarinnar. Á það hefur verið bent, með málefnalegum rökum, að formaður nefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans og núverandi bankaráðsmaður í Landsbanka Íslands, var með öllu vanhæf til að sinna því hlutverki. Það að bankaráðs- maður leiði hæfnisnefndina gengur auðvitað ekki upp. Eins og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur réttilega bent á þætti engum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ætti að meta hæfi umsækjenda um starf forstjóra FME. Sú samlíking er ekki úr lausu lofti gripin, þar sem Seðlabankinn og FME munu sameinast um næstu áramót. Fjölnir hefði haldið miðað við þann mikla áhuga sem einstaklingar úr öllum áttum hafa sýnt góðum stjórnsýsluvenjum á liðnum misserum, sérstaklega í kringum Landsréttar- málið, að fleiri myndu láta í sér heyra í þessu ferli sem öllum má vera ljóst að er gallað. Þögn þeirra er æpandi nú. Um þetta verður sjálfsagt tekist á þegar fram líða stundir. *** Hæfnisnefndin hafði áður metið fjóra umsækjendur mjög vel hæfa til að gegna stöðunni. Fyrir utan Ásgeir voru það Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands (og núv. formaður bankaráðs Seðlabankans), Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, og Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðar seðlabankastjóri. Það sætir furðu að Gylfi hafi ekki sagt af sér sem formaður bankaráðs um leið og hann sótti um stöðu seðlabankastjóra. Fjölnir hefur ekki upplýsingar um það hvort Gylfi upplýsti forsætisráðherra um það að hann hygðist sækja um stöðuna og þá hvort forsætis- ráðherra hafi gert einhverjar athugasemdir við áframhaldandi setu hans í bankaráðinu. Þó er ljóst að Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs Seðlabankans, sat í hæfnis- nefndinni og var þannig sett í afar óþægilega stöðu – að meta hæfi formanns bankaráðsins til að sinna embætti seðlabankastjóra. Nú mun Gylfi áfram sitja sem formaður bankaráðs með seðlabankastjóra sem hafði hann undir í baráttunni um stólinn. Stjórn- sýslufræðingar þessa lands, réttmætir og sjálfskipaðir, hljóta að hafa skoðun á þessu. *** Annar vel hæfur umsækjandi var Arnór Sighvatsson, sem lengi hefur starfað innan Seðlabankans. Arnór getur ekki hreinsað hendur sínar af þeirri miklu valdníðslu sem Seðlabankinn hefur sýnt bæði einstaklingum og fyrirtækjum í kringum gjaldeyrishöftin á liðnum árum. Að mati Fjölnis ber hann jafn mikla ábyrgð á því og Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, enda svo sem aldrei neitt komið fram um það að hann hafi hreyft nokkrum mótmælum vegna aðgerða Seðlabankans í þeim málum. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.