Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þá komum við að því sem Fjölni er helst hugleikið við brotthvarf Más úr Seðla- bankanum. Það hefur verið létt yfir Má í fjölmiðlum í sumar og nokkuð ljóst að hann vill láta minnast sín sem mannsins sem spilaði stórt hlutverk í því að endurreisa efnahag landsins eftir fjármálakrísuna haustið 2008. Á stýrivaxtafundi fyrr í sumar, þeim síðasta sem Már stýrði, lagði hann áherslu á þann árangur sem náðst hefði á liðnum árum. Þeir sem þekkja til fjármálageirans, nú eða efnahagsmála yfirleitt, vita að sá árangur sem náðst hefur verður ekki rakinn til stórverka Seðlabankans. *** Það eru aftur á móti nokkur mál sem vert er að hafa í huga þegar horft er á störf Más og Seðlabankans síðastliðin tíu ár. *** Samherjamálið stendur þar upp úr. Í lok mars 2012 ruddust fulltrúar Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara, í nánu sam- starfi við Ríkissjónvarpið, inn í höfuðstöðvar Samherja á Akureyri og í Reykjavík og gerðu þar húsleit. Fyrrnefndur Arnór, ásamt Ingi björgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans, skrifaði undir rökstuðning bankans fyrir húsleitinni. Næstu sjö ár á eftir rak Seðlabankinn málið áfram af fullri hörku, án nokkurs árangurs fyrir bankann en með miklum skaða fyrir Samherja og þá einstaklinga sem því ágæta fyrirtæki stýra. Fyrst um sinn var gefin sú skýring á húsleitinni að grunur léki á að Sam- herji hefði stundað ranga verðlagningu með sjávarafurðir innan fyrirtækja í samsteypu Samherja, bæði hér og erlendis, og þannig brotið á gjaldeyrislögum. Már Guðmundsson sagði í fjölmiðlum að brotin hlypu á tugum milljarða. Sama dag og húsleitin var gerð sendi Seðla- bankinn frá sér tilkynningu á ensku, sem eðli málsins samkvæmt fór víða. Seðlabankinn stundar það ekki almennt að senda frá sér tilkynningar á ensku, þannig að það má vera nokkuð ljóst að eini tilgangurinn með því að senda út slíka tilkynningu hafi verið að skaða forsvarsmenn Samherja með öllum mögulegum ráðum - og sem víðast. *** Þessi aðför Seðlabankans, undir forystu Más, Arnórs og Ingibjargar, stóð á veikum grunni frá upphafi. Fljótlega eftir húsleitina kom í ljós að útreikningar Seðlabankans voru, svo vægt sé til orða tekið, kolrangir. Seðla- bankinn vísaði nokkrum atriðum til embættis sérstaks saksóknara, sem tvisvar gerði bankann afturreka með þau atriði. Eins og Fjölnir hefur áður bent á hefur aldrei verið gefin út ákæra og þaðan af síður hefur fallið dómur gegn nokkrum starfsmanni Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum (reyndar hefur enginn verið sakfelldur hér á landi fyrir brot á gjaldeyris- lögum, þrátt fyrir nokkrar tilraunir). Allir dómar sem fallið hafa í þessu máli hafa fallið gegn Seðlabankanum. Sá síðasti þegar dómstólar dæmdu Samherja í vil eftir að fyrirtækið hafði neitað að greiða sekt upp á 8,5 milljónir króna. Með sektinni ætlaðist Seðlabankinn, undir forystu Más, til þess að Samherji lyki málinu í sátt. Þegar Samherji neitaði að ljúka málinu með þeim hætti var sektin hækkuð í 15 milljónir króna án þess að fyrir lægi nokkur rökstuðningur fyrir því. Verstu handrukkarar landsins hafa væntan- lega horft með aðdáun á aðfarir Seðla- bankans. Sem fyrr segir dæmdu dómstólar Samherja í vil hvað þennan lið varðar. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.