Þjóðmál - 01.06.2019, Side 69

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 69
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 67 Það væri hægt að rekja Samherjamálið í löngu máli – og það hefur verið gert að stórum hluta í bókinni Gjaldeyriseftirlitið eftir Björn Jón Bragason. Þar er einnig fjallað um tvö önnur mál þar sem Seðlabankinn, undir forystu Más, beitti sér af mikilli hörku gegn fyrirtækjum og einstaklingum úti í bæ. *** Annað þeirra er hið svokallaða Aserta-mál. Að undanfarinni húsleit voru fjórir einstak- lingar ákærðir fyrir stórfelld brot á gjaldeyris- lögum. Vert er að minnast þess þegar haldinn var sérstakur blaðamannafundur um málið. Þar sat fyrrnefnd Ingibjörg ásamt þáverandi forstjóra FME og fulltrúa ákæruvaldsins og lýsti því yfir að hinir grunuðu í málinu hefðu framið stórfellda glæpi. Allir voru þeir þó sýknaðir í héraðsdómi og málinu var ekki áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. Í ljós kom að allir höfðu þeir stundað viðskipti sín í samræmi við þær ráðleggingar sem þeir fengu frá fyrrverandi samstarfsmanni sínum og lögfræðingi Straums – sem var einmitt sama Ingibjörg og nokkrum mánuðum síðar stóð fyrir þessari aðför að þeim. Orðið kald- hæðni nær ekki einu sinni að fanga þennan súra veruleika. Enginn þeirra sem sátu fyrir svörum á fyrrnefndum blaðamannafundi hefur nokkurn tímann beðið þá afsökunar á framferði hins opinbera. Hitt málið snýst um það hvernig Már beitti sér gegn því að hópur fjárfesta sem átt höfðu hæsta tilboðið í tryggingafélagið Sjóvá (sem þá var í eigu Eignasafns Seðlabankans) fengi að kaupa félagið. Það var fjárfestingarfélagið Ursus, sem var og er í eigu Heiðars Guðjóns- sonar, sem leiddi hópinn. Þegar aðeins átti eftir að undirrita kaup- samning tilkynnti seðlabankastjóri að ekki væri hægt að ganga frá viðskiptunum, þar sem Ursus væri til rannsóknar hjá gjaldeyris- eftirlitinu. Þetta kom fjárfestahópnum í opna skjöldu, enda höfðu ekki verið framin nein brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankinn kærði Ursus til embættis sérstaks saksóknara – sem felldi málið niður enda ekkert við viðskipti Ursus sem gaf tilefni til þess að rannsaka málið frekar, hvað þá að gefa út ákæru. Seðlabankinn lét sér ekki segjast, heldur kærði ákvörðun sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara – sem síðar staðfesti ákvörðunina um að fella málið niður. Það eina sem situr eftir í þessum málum er sá skaði sem þessir einstaklingar sem urðu fyrir af hálfu gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, undir forystu Más. Fyrir utan háan lögfræði- kostnað sitja menn uppi með glataðan tíma, glötuð tækifæri og orðsporshnekki. *** Valdníðslu og offorsi Seðlabankans er vel lýst í bókinni Gjaldeyriseftirlitið eftir Björn Jón Bragason.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.