Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 70
68 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þessi misnotkun á opinberu valdi hefur þó ekki mikil áhrif á helstu stjórnendur Seðla- bankans. Már hlakkar bara til að hætta og rifjar sjálfur upp hvað hann hefur staðið sig vel, Arnór sækir um stöðu seðlabankastjóra eins og ekkert sé og Ingibjörg skellti sér í nám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Frétta- blaðið hefur á undanförnum vikum leitað upplýsinga um það hvort Seðlabankinn hafi greitt fyrir námið, að hluta til eða í heild, en bankinn neitar að svara þeim spurningum. *** Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands mótar svarta sögu áranna eftir hrun. Þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin hafi verið afnumin árið 2015 starfaði gjaldeyriseftirlitið áfram og það má áætla með raunhæfum hætti að kostnaður þess nái upp undir tvo milljarða króna. *** Viðbrögð stjórnmálamanna við þessu offorsi Más og annarra starfsmanna Seðlabankans eru ekki síður vonbrigði. Þegar á árinu 2014, þegar Bjarni Benediktsson skipaði Má aftur til fimm ára (seðlabankinn heyrði þá undir fjármálaráðuneytið), lá fyrir hvernig gjaldeyris- eftirlitið hagaði sér. Þáverandi ríkisstjórn mátti vera ljóst að hér væri að eiga sér stað alvarleg misnotkun á opinberu valdi en kaus að setja kíkinn á blinda augað. Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn síðastliðið haust (þar sem fyrrnefnd sekt bankans gegn Samherja var felld niður) óskaði forsætisráðherra eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans vegna málsins. Þá vildi nú ekki betur til en svo að tveir bankaráðsmenn, þau Þórunn Guðmunds- dóttir og Sigurður Kári Kristjánsson, sáu ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu stjórnenda Seðlabankans gagnvart bankaráðinu við undirbúning þeirrar greinargerðar. Með öðrum orðum reyndu stjórnendur Seðlabankans, með Má í broddi fylkingar, að móta afstöðu bankaráðsins sér í hag. Greinargerðinni var þó skilað, bankaráðið taldi að aðför bankans gegn Samherja væri ekki í lagi og Gylfi Magnússon sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að reifa málið. Síðan þá hefur lítið gerst í málinu og sjálfsagt vill stjórnsýslan - ásamt stjórnmálamönnum - helst gleyma því. *** Hér hefur ekkert verið minnst á klúður Seðlabankans, undir forystu Más, við söluna á hinum danska FIH banka – sem kostaði skatt- greiðendur hér á landi stórfé. Þá væri líka hægt að rifja upp það skrautlega ferli þegar Már fór í mál við bankann vegna launa sinna sem hann taldi vera of lág. Þetta minnir okkur á að af nægu er að taka og sjálfsagt gefst tími til að rifja þetta allt reglulega upp. Þessi framganga Más, Arnórs og Ingibjargar er geymd en ekki gleymd. Það skiptir máli hver stjórnar í Seðla- bankanum. Vonandi munum við aldrei upp- lifa þann dag að embættismenn, eins og þeir sem störfuðu við gjaldeyriseftirlit bankans, hegði sér eins með þeim hætti sem helst má líkja við starfsaðferðir gömlu skoðanabræðra Más í Austur-Þýskalandi. Þessi misnotkun á opinberu valdi hefur þó ekki mikil áhrif á helstu stjórnendur Seðlabankans. Már hlakkar bara til að hætta og rifjar sjálfur upp hvað hann hefur staðið sig vel, Arnór sækir um stöðu seðlabankastjóra eins og ekkert sé og Ingibjörg skellti sér í nám í virtum háskóla í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.