Þjóðmál - 01.06.2019, Side 70

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 70
68 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þessi misnotkun á opinberu valdi hefur þó ekki mikil áhrif á helstu stjórnendur Seðla- bankans. Már hlakkar bara til að hætta og rifjar sjálfur upp hvað hann hefur staðið sig vel, Arnór sækir um stöðu seðlabankastjóra eins og ekkert sé og Ingibjörg skellti sér í nám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Frétta- blaðið hefur á undanförnum vikum leitað upplýsinga um það hvort Seðlabankinn hafi greitt fyrir námið, að hluta til eða í heild, en bankinn neitar að svara þeim spurningum. *** Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands mótar svarta sögu áranna eftir hrun. Þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin hafi verið afnumin árið 2015 starfaði gjaldeyriseftirlitið áfram og það má áætla með raunhæfum hætti að kostnaður þess nái upp undir tvo milljarða króna. *** Viðbrögð stjórnmálamanna við þessu offorsi Más og annarra starfsmanna Seðlabankans eru ekki síður vonbrigði. Þegar á árinu 2014, þegar Bjarni Benediktsson skipaði Má aftur til fimm ára (seðlabankinn heyrði þá undir fjármálaráðuneytið), lá fyrir hvernig gjaldeyris- eftirlitið hagaði sér. Þáverandi ríkisstjórn mátti vera ljóst að hér væri að eiga sér stað alvarleg misnotkun á opinberu valdi en kaus að setja kíkinn á blinda augað. Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn síðastliðið haust (þar sem fyrrnefnd sekt bankans gegn Samherja var felld niður) óskaði forsætisráðherra eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans vegna málsins. Þá vildi nú ekki betur til en svo að tveir bankaráðsmenn, þau Þórunn Guðmunds- dóttir og Sigurður Kári Kristjánsson, sáu ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu stjórnenda Seðlabankans gagnvart bankaráðinu við undirbúning þeirrar greinargerðar. Með öðrum orðum reyndu stjórnendur Seðlabankans, með Má í broddi fylkingar, að móta afstöðu bankaráðsins sér í hag. Greinargerðinni var þó skilað, bankaráðið taldi að aðför bankans gegn Samherja væri ekki í lagi og Gylfi Magnússon sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að reifa málið. Síðan þá hefur lítið gerst í málinu og sjálfsagt vill stjórnsýslan - ásamt stjórnmálamönnum - helst gleyma því. *** Hér hefur ekkert verið minnst á klúður Seðlabankans, undir forystu Más, við söluna á hinum danska FIH banka – sem kostaði skatt- greiðendur hér á landi stórfé. Þá væri líka hægt að rifja upp það skrautlega ferli þegar Már fór í mál við bankann vegna launa sinna sem hann taldi vera of lág. Þetta minnir okkur á að af nægu er að taka og sjálfsagt gefst tími til að rifja þetta allt reglulega upp. Þessi framganga Más, Arnórs og Ingibjargar er geymd en ekki gleymd. Það skiptir máli hver stjórnar í Seðla- bankanum. Vonandi munum við aldrei upp- lifa þann dag að embættismenn, eins og þeir sem störfuðu við gjaldeyriseftirlit bankans, hegði sér eins með þeim hætti sem helst má líkja við starfsaðferðir gömlu skoðanabræðra Más í Austur-Þýskalandi. Þessi misnotkun á opinberu valdi hefur þó ekki mikil áhrif á helstu stjórnendur Seðlabankans. Már hlakkar bara til að hætta og rifjar sjálfur upp hvað hann hefur staðið sig vel, Arnór sækir um stöðu seðlabankastjóra eins og ekkert sé og Ingibjörg skellti sér í nám í virtum háskóla í Bandaríkjunum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.