Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 76

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 76
74 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 „Lýðræðislegur sósíalismi“ er ein af draumóra hugsjónum vinstrimanna. Ef þú spyrð Bernie Sanders, Jeremy Corbyn eða einhvern vinsælan áhrifavald færðu að heyra að hann sé lausnin á vandamálum nútímans. Gleymið myrku sögunni sem ítrekað hefur sýnt að sósíalismi getur hvorki verið lýðræðis- legur né leitt til velmegunar eða sjálfbærni, og að þess í stað sé hann valdur að harðstjórn og eymd. Já, sannarlega mun þessi nýja hugmynd um lýðræðis legan sósíalisma á endanum verða lausnin. Vitaskuld. Málsvarar þessa kerfis benda alltaf á Norður- löndin máli sínu til sönnunar. Að lönd á borð við Danmörku og Svíþjóð sýni að hægt sé að hafa „sósíalisma“ - það er að segja risastórt velferðarríki - og vera samt velmegandi, frjáls og lýðræðisleg. Að heyra Bernie Sanders tala um hina fögru Danmörku er eins og að hlusta á lýsingu á paradís. Það er þó bara mýta. Mig grunar að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að European Liberty Forum þessa árs fór fram í Kaupmannahöfn - til að tortíma þessari goðsögn og færa þeim sem tala fyrir frjálsu markaðskerfi rök gegn málflutningi þeirra sem tala í anda Sanders og Corbyns. Í mörgum hringborðsumræðum sýndu fræðimenn frá Norðurlöndum, bæði háskóla- menn og menn frá hugveitum, fram á tvennt; í fyrsta lagi að Norður-Evrópu vegnar ekki vel vegna sósíalisma. Í öðru lagi að einmitt þessum heimshluta myndi jafnvel vegna enn betur ef öllum leifum af ríkisafskiptum yrði vikið burt. Rétt er það að við fyrstu sýn virðist það fremur ólíklegt. Menn sem tóku þátt í hring- borðsumræðum á Liberty Forum lentu þrátt fyrir allt oftar en einu sinni næstum í rifrildi um hvort hæsti tekjuskattur í heimi væri innheimtur í heimalandi þeirra. Keppnin virtist standa á milli Danmerkur og Svíþjóðar - en engin niðurstaða fékkst. Eitt af skondnu andartökunum kom þegar fræðimaður frá samtökum skattgreiðenda í Bandaríkjunum (US Tax Advocacy) reyndi að hrista upp í áheyrendum með því að segja að í Banda- ríkjunum væri skattfrelsisdagur þessa árs þegar í apríl. Þar sem þessir dagar lenda í júní eða júlí (og stundum jafnvel í ágúst) í flestum Evrópulöndum, og einkum á Norðurlöndum, virtust almennu viðbrögðin vera: „Og er það þarna megin Atlantshafsins sem Bernie Sanders sér alvöru paradís?“ Kai Wess Goðsögninni um norrænan sósíalisma kollvarpað Kai Weiss sótti ráðstefnu European Liberty Forum í Kaupmannahöfn til að kanna hvort einhver sannleikskorn væru í því sem sagt er um norrænan sósíalisma. Hugmyndafræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.