Þjóðmál - 01.06.2019, Page 77

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 77
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 75 Talandi um skattfrelsisdaginn; skattar sýna hvers vegna Norður-Evrópu vegnar vel. Já, tekjuskattar eru afar háir en aðrir skattar ekki. Tekjuskattar fyrirtækja eru um það bil 20% í öllum Norðurlandaríkjunum og þannig í algjörri - jákvæðri - andstöðu við ríki á borð við Þýskaland og Frakkland sem geta státað af allt að 35% tekjuskatti á fyrirtæki. Spyrja þarf spurningarinnar um hversu mikil byrði heildarskattlagningin í rauninni er. Ef við lítum á skattfrelsisdag síðasta árs sést að lönd á borð við Þýskaland, Austurríki, Frakkland eða Belgíu náðu öll þessum degi í júlí og ágúst. Svíþjóð? 23. júní. Finnland? 19. júní. Danmörk? 1. júní. Ekki svo slæmt samanborið við önnur lönd. Ef við höldum áfram með listann af ekki-svo- slæmri stefnu verður augljósara hvers vegna Skandinavía (og hin Norðurlandaríkin) nær svona miklum árangri. Lágmarkslaun eru í stórum dráttum ekki til staðar, eignarréttur er vel tryggður, einkaalmannatryggingar víðtækar og skólar margir og góðir, svo tekin séu dæmi. Ísland er í ellefta sæti á atvinnu- frelsisvísitölu Heritage, Danmörk í tólfta, Svíþjóð í fimmtánda, Noregur tuttugasta og þriðja og Finnland, neðst á Norðurlanda- skalanum þegar kemur að markaðshagkerfi, er „skammarlega“ í tuttugasta og sjötta sæti. Danmörk er líka í efsta sæti af öllum OECD- löndum þegar kemur að vísitölu sem mælir sveigjanleika á vinnumarkaði - ég endurtek, Danmörk er efst á lista yfir sveigjanleika á vinnumarkaði í iðnvæddum ríkjum. Þetta hljómar vissulega eins og sósíalismi. Sumir gætu spurt hvort það sýni ekki að Norðurlöndin hafi fundið lausnina. Eru þessi lönd eftir til vill draumalönd en ekki frá sósíalísku sjónarhorni heldur Hayeksku sjónarhorni? Í nýlegri rannsókn Niskanen- stofnunarinnar í Washington DC er því einmitt haldið fram og sagt að skandinavísku löndin sýni að hægt sé og eftirsóknarvert að halda úti stóru velferðarkerfi svo lengi sem haldið sé í hagræna frjálshyggju þegar kemur að eftirlitsstefnu. Þetta gæti líka verið goðsögn og margir þátt- takendur í pallborðsumræðunum, sem stýrt var af Karin Svanborg frá Timbro, höfnuðu hugmyndinni. Dýrt er að viðhalda norrænu velferðarkerfi eins og öllum öðrum velferðar- kerfum - og þess vegna þarf þessa háu skatta - og það hefur tilhneigingu til að ýta undir spillingu. Svanborg sagði að til dæmis Svíþjóð væri orðin ein af helstu miðstöðvum sprota- fyrirtækja og þróun nýrrar tækni - einkum Stokkhólmur - og væri afar vinsæl sem valkostur við Silicon Valley. En háir skattar á einstaklinga, sem vilja láta draum sinn rætast og fá „sanngjarna hlutdeild“ af árangrinum en fá það ekki, verða til þess að þeir flytja burt - eins og hefur líka nýlega átt sér stað í Svíþjóð. Fyrirtæki eins og Spotify er farið og mörg munu fylgja á eftir. Þetta sýnir að þótt vel virðist ganga núna gæti farið svo að sambland af efnahagslegu frjálslyndi og velferðarkerfi dygði ekki til lengdar til áframhaldandi auðsöfnunar og aukinnar velmegunar. Norðurlöndunum gengur vel. En ef þau einblíndu meira á frelsi gæti þeim gengið enn betur. Þetta á vitaskuld við um næstum öll Vestur- lönd og hið frábæra Liberty Forum Atlas Network og CEPOS fylltu flesta þátttakendur bjartsýni, sem ekki var vanþörf á í ljósi þeirra mörgu áskorana sem allur heimurinn stendur frammi fyrir. Þessar áskoranir eru alvarlegar en þegar litið er á heildarmyndina má vera að staðan sé þrátt fyrir allt ekki svo alvarleg. Eins og Barbara Kolm, forstjóri Austrian Economics Centre, nefndi í ræðu sinni um núverandi stöðu evrópskrar frjálshyggju er glas frjálshyggjumanna „hálf fullt“: Hugmyndafræði frjálsra hagkerfa og frjáls heims er að vaxa fiskur um hrygg. Nýtum okkur það til fulls. Kai Weiss er fræðimaður hjá Austrian Economics Center og stjórnarmaður í Hayek Institute. Greinin birtist á vef Svensk Tidskrift en er hér birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfundar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.