Þjóðmál - 01.06.2019, Page 79

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 79
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 77 Ísland á hernaðarsvæði Í fyrri heimstyrjöld var Ísland utan hernaðar- svæðisins. En varla var styrjöldinni lokið, fyrr en menn tóku að átta sig á, að þetta mundi trúlega breytast. Lenín talaði á alþjóðaþingi kommúnista 1920 um „hernaðarlega afstöðu Íslands í framtíðarstyrjöld, sérstak- lega með tilliti til flughernaðar og kafbáta“. Þýski herfræðingurinn Karl Haushofer lýsti síðar yfir þeirri skoðun, að Ísland væri eins og skammbyssa, sem stöðugt væri miðað á Bretland, Bandaríkin og Kanada. Þegar kom fram á fjórða áratuginn, var framþróun flugsins orðin slík, að farið var að gefa Íslandi meiri gaum sem stiklustað á ferðum og í flutningum milli meginlanda Evrópu og Ameríku. Atlantshafsflug 24 ítalskra herflug- báta undir forystu Italo Balbo, flugmarskálks og flugmálaráðherra, árið 1933 með viðkomu á Íslandi mun t.d. hafa vakið athygli á þessu gildi landsins. Þá þegar hafði raunar vaknað áhugi vestanhafs á að tryggja lendingar- réttindi á Íslandi vegna póstflugs yfir Atlants- haf. Þegar nær dró síðari heimsstyrjöldinni, eða snemma árs 1939, var sótt fast á um réttindi fyrir þýska flugfélagið Lufthansa til Íslandsflugs. Því var synjað. Þýskir kafbátar komu í heimsókn til Reykjavíkurhafnar, og víðara athafnasvið kafbáta beindi vaxandi athygli að Íslandi. Mikilvægi veðurathugana á Íslandi fyrir spár í grannlöndum nær og á meginlandi Evrópu, svo og á hafsvæðunum, varð æ ljósara. Íslendingar höfðu að vísu sætt skorti vegna treglegra aðfanga í fyrri styrjöldum, t.d. í Napóleonsstríðunum. En sjálfir stóðu þeir utan átakanna vopnlausir í órafjarlægð, líka í fyrri heimsstyrjöldinni. 8. Hernámið á Íslandi Stafaði Íslendingum hætta af Þjóðverjum? Að morgni 3. nóvember 1940 vöknuðu íbúar Reykjavíkur við skotárás Breta á þýska flugvél sem var í mikilli hæð yfir bænum. Skothríðin kom frá loftvarnarbyssum sem sprengdu kúlur í mikilli hæð og mynduðu sprengingarnar lítil svört ský. Kúlurnar sprungu allt í kringum flug- vélina en engin hæfði hana og náði þýska vélin að hækka flugið og hverfa burt. Flugvélin náði líklega að klára verkefni sitt sem var að taka myndir af Reykjavíkursvæðinu og her- stöðvum sem þar voru. Þetta atvik sýndi Íslendingum að hættan á að stríðsátökin næðu til Íslands var raunveruleg. 10. maí 1940, dagurinn sem Bretar hernámu Ísland. Breskir hermenn í fylkingu á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis, það sér í hús Landsbankans. Breskir hermenn í fylkingu á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis þann 10. maí 1940, daginn sem Bretar hernámu Ísland. Myndin er tekin úr kennslubókinni „Blessað stríðið“ sem gefin er út af Menntamálastofnun.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.