Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 81

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 81
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 79 og Bretlands sameiginlega fyrir öryggi og friðhelgi landsins og reyndu þannig að draga Sovétríkin beint inn í herverndarmálið. Það var fellt. Allir alþingismenn nema þingmenn kommúnista greiddu síðan atkvæði með samningsgerðinni, þ.e. 39 gegn 3. Þau skilyrði voru m.a. sett fyrir dvöl hins bandaríska herliðs, að það hyrfi allt á brott þegar að ófriðnum loknum, svo og, að algert frelsi og fullveldi Íslands væri viðurkennt og ekki hlutast til um stjórn Íslands þá eða síðar. Að þessu gengu Bandaríkin. Engin breyting varð á samkomu- laginu um herverndina og dvöl herliðsins við það, að Bandaríkin urðu formlegur styrjaldar- aðili, og hélst ástandið því að þessu leyti óbreytt fram yfir styrjaldarlokin. Líflínan yfir Atlantshafið Ísland gegndi mjög mikilvægu hlutverki í styrjöldinni, og komst bandarískur hermanna- fjöldi þar upp í um 45.000 manns. Einkum skipti aðstaðan á Íslandi miklu máli fyrir vernd her- og birgðaflutninga yfir Atlants- hafið, þ.á.m. hergagnaflutninga skv. láns- og leiguskilmálum til Sovétríkjanna. Ísland „gætti slagæðarinnar yfir Atlantshafið“, eins og Churchill komst síðar að orði á Jalta- ráðstefnunni. Kenningarnar frá því fyrr á öldinni um hernaðargildi landsins sönnuðust til fulls. Eindreginn vilji Íslendinga sjálfra á þessum tíma til að halda sig frá deilum þjóða og stríðsátökum, svo sem frekast væn kostur, kom hins vegar enn skýrt fram, er íslenska lýðveldið, endurreist hinn 17. júní 1944, þegar sambandslagasamningurinn við Dani heimilaði, hafnaði tilboði „hinna 3 stóru“ frá Jalta-ráðstefnunni í febrúar 1945 um að gerast stofnaðili samtaka Sameinuðu þjóðanna, ef það lýsti yfir stríði.1 Andi hlutleysisins sveif enn yfir vötnum, og Íslendingar höfðu ákveðnar hugmyndir um það, hvað best hæfði vopnlausri smáþjóð, þótt þeir á hinn bóginn vissu mætavel, hvaða hugsjónum þeir vildu leggja lið, þegar í harðbakka slægi. Eftir að styrjöldinni var lokið, bar Bandaríkja- stjórn haustið 1945 fram tilmæli um herstöðvar á þremur stöðum á suðvestanverðu Íslandi til langs tíma, er túlkað var sem 99 ár. Mörgum þótti þessi beiðni ekki hyggileg, og varð hún undirrót tortryggni, sem lengi átti eftir að gæta í garð Bandaríkjastjórnar. Það var víðsfjarri nýsjálfstæðri smáþjóð að samþykkja varanlegar herstöðvar - þótt vinaríki væri - í landi sínu, nú þegar friðartímar virtust fram- undan. Allir stjórnmálaflokkar landsins voru sammála um að hafna beiðninni, og féll hún þá niður. Haustið 1946 var hins vegar gerður samningur, sem heimilaði Bandaríkjastjórn takmörkuð afnot Keflavíkurflugvallar vegna hersetunnar í Þýskalandi, jafnframt því sem íslenska ríkisstjórnin tók formlega við eignar- og umráðarétti mannvirkja á Keflavíkurflug- velli, sem gerð höfðu verið í styrjöldinni. Sá bandarískt fyrirtæki um rekstur flugvallarins næstu árin, og var m.a. aðstaða til almennrar þjónustu bætt. Hægt var að segja samningnum upp þannig, að hann félli úr gildi eftir 6 1/2 ár, ef lausn Þýskalandsmála drægist á langinn. Þessi samningur sætti heiftúðugum deilum á Íslandi. Samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalista- flokksins, sem mynduð hafði verið til að hafa forgöngu um nýsköpun atvinnulífsins eftir styrjöldina, féll vegna klofnings í flugvallar- málinu. En meirihluti Alþingis, 32 gegn 19, samþykkti samningsgerðina. Hurfu síðustu bandarísku hermennirnir síðan úr landi í apríl 1947. Viðræður um varnarbandalag hefjast Íslendingar fylgdust vel með hinni uggvænlegu þróun, sem smám saman varpaði skugga á þann langþráða frið, sem skapast hafði við lok heimsstyrjaldarinnar. Eins og aðrar frjálsar þjóðir, höfðu þeir vaxandi áhyggjur af öryggi landsins í ljósi samningsrofa einræðis- og ógnarstjórnar Jósefs Stalíns í Sovétríkjunum og út þenslustefnu kommúnismans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.