Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 82
80 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Á árunum 1947 1949 sat við völd á Íslandi
samstjórn þriggja stjórnmálaflokka,
Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðis flokksins, en fjórði þingflokkurinn,
Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalista-
flokkurinn, var utan stjórnar. Hugmyndina
um varnarbandalag vestrænna þjóða bar
á góma hjá nokkrum ráðherrum þessarar
ríkisstjórnar þegar í sambandi við för forsætis-
ráðherrans, Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
sem var leiðtogi Alþýðuflokksmanna, á fund
forsætisráðherra Norðurlanda í febrúar 1948.
Voru íslensku ráðherrarnir varfærnir í fyrstu
viðbrögðum sínum, svo sem eðlilegt var
um mál á þessu sviði, er verið hafði hið við-
kvæmasta og vandasamasta í íslenskum
stjórnmálum nýliðinna ára. En þeir voru
„sammála um, að ekkert gæti verið við
það að athuga, að [forsætisráðherra kynnti
sér] álit manna á Norðurlöndum á þessari
hugmynd, en að sjálfsögðu væri ekkert hægt
að segja að svo stöddu, hver kynni að verða
afstaða Íslands, ef leitað yrði eftir henni.“
Íslendingar finna til nánastra tengsla og
skyld leika við Norðurlandaþjóðirnar, og því
var nærtækt að kanna fyrst viðhorf þeirra. Í
hópi norrænu forsætisráðherranna reyndist
það vera mál manna, að mikla nauðsyn bæri
til að huga vandlega að hervörnum Norður-
landa, og skyldu þau hafa samráð um þessi
efni.
Enn óx alvara og mikilvægi þessara mála við
valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu 25.
febrúar 1948. Sá óhugur, sem þessi atburður
vakti, greip einnig Íslendinga. Þeir gerðu sér
sífellt betur ljóst, að öryggi þeirra væri háð
því, sem gerast myndi á meginlandi Evrópu.
Oftrú sumra íslenskra skoðanabræðra vald-
hafanna í Kreml á ágæti kommúnismans jók
ekki ró manna eða bjartsýni.
Í mars 1948, er Ernest Bevin, utanríkisráðherra
Breta, lýsti hugmyndum sínum um vestrænt
varnarbandalag, taldi hann Ísland með í þeim
ríkjum, sem þyrftu að verða aðilar. Síðar kom
í ljós, að Norðmenn álitu það einnig mjög
miklu skipta og sömuleiðis Bandaríkjamenn,
einkum til að tryggja samgöngu- og
flutninga leiðina yfir Atlantshafið. Aftur á móti
taldi belgíski utanríkisráðherrann Paul-Henri
Spaak í nóvember 1948 heppilegra fyrir
skjótan framgang bandalagsstofnunarinnar að
takmarka það við ríkin sjö, sem tekið höfðu
þátt í undirbúningsviðræðum, er hófust í
júlí það ár, þ.e. Bretland, Frakkland, Belgíu,
Holland, Luxemburg, Bandaríkin og Kanada.
Það myndi tefja málið, ef reynt væri að fá
Ísland og skandinavísku ríkin með. Hann
féllst þó fljótt á sjónarmið Bandaríkjanna í
þessu efni.
Ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem sat frá febrúar 1947 – desember 1949. Talið frá vinstri: Bjarni Ásgeirsson (land-
búnaðarráðherra), Eysteinn Jónsson (menntamála ráðherra), Stefán Jóhann Stefánsson (forsætis- og félagsmála ráðherra),
Sveinn Björnsson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson (utanríkis- og dómsmálaráðherra), Emil Jónsson (viðskipta- og
samgöngumálaráðherra) og Jóhann Þ. Jósefsson (fjármála- og atvinnumálaráðherra). Mynd: Stjórnarráðið.