Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 86

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 86
84 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Stjórnarflokkaþingmennirnir, sem voru á móti, höfðu allir staðið að breytingar- tillögunum, sem voru felldar. Sumir þeirra, sem að aðildinni stóðu, urðu fyrir hrindingum og ókvæðisorðum, þegar þeir yfirgáfu þinghúsið þennan sögufræga dag. En þegar frá leið, lægði öldurnar, og a.m.k. tveir þeirra þriggja stjórnarþingmanna, sem greiddu atkvæði á móti, töldu síðar, að rétt hefði verið að gerast aðili að bandalaginu. Í ávarpi því, sem Bjarni Benediktsson utanríkis ráðherra hélt, þegar hann undirritaði Atlantshafssamninginn hinn 4. apríl 1949, sagði hann m.a.: „Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldugustu í heimi, aðrar eru smáar og lítils megandi. Engin er þó minni né má sín minna en þjóð mín … íslenska þjóðin. Íslendingar eru vopnlausir og hafa verði vopnlausir síðan á dögum víkinganna, forfeðra okkar. Við höfum engan her og getum ekki haft. Ísland hefur aldrei farið með hernaði gegn nokkru landi, og við sem vopnlaust land hvorki getum né munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af Sameinuðu þjóðunum. Streynd er, að við getum alls ekki varið okkur gegn neinni erlendri, vopnaðri árás. Við vorum þess vegna í vafa um, hvort við gætum gerst aðilar þessa varnabandalags, en svo getur staðið á, að Ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi landanna við Norður-Atlantshaf. Í síðasta stríði tók Bretland að sér varnir Íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir Íslands, meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að Norður-Atlantshafssamningnum sýnir, að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýst út, sem við vonum og biðjum, að ekki verði. En það er ekki aðeins þessi ástæða, sem við ráðið hefur afstöðu okkar. Við viljum einnig láta það koma alveg ótvírætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra því frjálsa samfélagi frjálsra þjóða, sem nú er formlega verið að stofna.“ Tólf ríki stóðu að stofnun Atlantshafsbanda- lagsins: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Luxemburg, Noregur og Portúgal; síðar hafa bæst við Grikkland, Tyrkland, Þýskaland og Spánn. Ástandið í öryggismálum veraldarinnar fór því miður ekki batnandi næstu árin, og vorið 1951 þótti Íslendingum rétt að gera inna vébanda Atlantshafsbandalagsins tvíhliða samning við Bandaríkin um dvöl varnarliðs í landinu. Hann er enn í gildi, og hvílir öryggi landsins síðan annars vegar á Atlantshafs- samningnum og hins vegar á þessum tvíhliða samningi. Íslendingar komust með þessum miklu stjórnmálaátökum, sem hér hefur verið lýst í nokkrum höfuðdráttum, að þeirri niðurstöðu, að sjálfstæðinu sem þeir höfðu nýlega endurheimt, væri á víðsjárverðum tímum best borgið í frjálsu varnarsamstarfi við þær friðsömu, lýðræðissinnuðu grannþjóðir, sem þeir eru skyldastir að menningu og lífsviðhorfum. Þær vonir, sem við varnarsamstarfið voru bundnar, hafa ekki brugðist og eru enn að mati mikils meirihluta þjóðarinnar raunhæfasti kosturinn. Höfundur er sendiherra og var á þeim tíma sem greinin er skrifuð skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Greinin birtist upphaflega í íslenskri þýðingu í tímaritinu Viðhorf – Tímarit um alþjóðamál (10. tbl. 1984), sem gefið var út af Varðbergi og Samtökum um vestræna samvinnu. 1. Ísland varð síðar þ.e. 19. nóvember 1946 ásamt Afganistan og Svíþjóð ein af þremur fyrstu ríkjunum, sem gengu í Sameinuðu þjóðirnar eftir stofnun þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.