Þjóðmál - 01.06.2019, Side 88
86 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Það var rétt mat hjá framleiðendum
myndarinnar að bíða með gerð hennar í
þennan tíma. Sjálfsagt hefur eitt ár til eða
frá ekki skipt öllu máli, en líklega hefði verið
ómögulegt að fanga alla anga á einni hátíð.
Einn helsti kostur myndarinnar er einmitt sá
hvað hún gefur víðtæka og fjölbreytta mynd
af Þjóðhátíðinni. Það er fjallað sérstaklega
um undirbúninginn og í myndinni eru kaflar
um brennuna, blysin, gerð sviðsins, um
gæsluna og öryggismál, setningarathöfnina,
tónlistina og aðra þætti. Þá er fjallað um
baráttu heima manna um stæði undir hvítu
hústjöldin, manna mótin í tjöldunum og aðrar
skemmti legar hefðir sem fylgja hátíðinni –
og heimamönnum. Það eina sem mögulega
mætti segja að vanti í þessu samhengi er
ferðin í Herjólfi. Það hefði eflaust verið hægt
að fanga fjölbreytta stemningu í Herjólfi, þá
væntanlega eftir því hvort verið er að fara til
eða frá Eyjum.
Aldrei verður myndin langdregin. Tekin eru
fjölmörg viðtöl við hina ýmsu aðila; tónlistar-
menn sem koma fram á hátíðinni, gesti,
heimamenn og fleiri. Fyrir fram mætti ætla
að það væru helst heimamenn sem hefðu
gaman af myndinni, enda er hún að mestu
leyti um þá, en þetta er mynd fyrir alla þá
sem hafa gagn og gaman af íslensku sam-
félagi.
Fólkið í Dalnum varpar líka upp sögulegri
mynd af Þjóðhátíð. Í myndinni birtist töluvert
af gömlu myndefni, sem er skemmtilegt og
gefur myndinni aukið vægi, og mögulega
hefði það mátt vera meira ef þess hefði
gefist kostur. Þau myndbrot sem birtast eru
áhugaverð og þá ekki síst vegna þeirra hefða
sem myndast hafa í gegnum árin.
Skuggahliðarnar
Eflaust eru margir sem hafa þá mynd af
Þjóðhátíð í Eyjum að hér sé aðeins um að
ræða eitt heljarinnar fyllerí í misjöfnu veðri
og við misjafnlega öruggar aðstæður. Fram-
leiðendum myndarinnar tekst þó vel til við
að sýna bestu hliðar hátíðarinnar, fjölskyldu-
stundir og aðra góða samfélagslega viðburði
sem henta öllum.
Því er þó ekki að neita að Þjóðhátíð á sér
líka dökka hlið, kynferðisbrot. Um hverja
verslunar mannahelgi má gera ráð fyrir
þrenns konar fréttum af útihátíðum landsins;
Þjóðhátíð í Eyjum er eitt stærsta fjáröflunarverkefni ÍBV á ári hverju. Handboltadeild félagsins sér venjulega um hina árlegu
brennu þar sem mikið er á sig lagt (skjáskot úr myndinni Fólkið í Dalnum).