Þjóðmál - 01.06.2019, Page 90
88 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Bókarýni
Friðrik Friðriksson
Landnámshaninn
gól að morgni
WOW - ris og fall flugfélags
Höfundur: Stefán Einar Stefánsson
Útgefandi: Vaka Helgafell
Reykjavík, 2019.
367 bls.
WOW - ris og fall flugfélags, er skemmtileg bók
aflestrar og í henni er margs konar fróðleikur.
Fyrirsögnin vísar til mikillar hátíðar í tilefni
af 50 ára afmæli stofnanda WOW, Skúla
Mogensen, sem fram fór í Hvammsvík. Sú
frásögn af veitingum og skemmtanahaldi er
brosleg þar sem títtnefndur landsnámshani
lék stórt hlutverk. Afdrifum hans í morgun-
sárið verður ekki gerð frekari grein fyrir á
þessum vettvangi.
Höfundurinn tekst á við verðugt verkefni,
að skrifa samtímabók um mikilvæga atburði
sem snerta marga. Bókin ætti að vera
hvatning öðrum blaðamönnum til skrifta
um stór mál og þá má ekki gleyma velvild
vinnuveitenda blaðamanna við að gera þeim
það kleift að skrifa svona bók. Hún er góð
heimild um mikil umbrot og viðskiptahug-
mynd sem varð að veruleika en brotlenti. Frá
útkomu bókarinnar hafa síðan verið skrifaðir
nýir kaflar nánast vikulega og sér ekki fyrir
endann á þeim. Stofnandinn boðaði reyndar
á kynningu að hann sæi fyrir sér WOW 2.0 og
í það stefnir jafnvel þegar þetta er ritað, þó
ekki með aðkomu Skúla svo vitað sé.
Við blasir að bókin hefði að einhverju leyti
orðið öðruvísi hefði stofnandinn gefið færi á
samtölum við skrif hennar, sem hann gerði
ekki. Eftir útkomu bókarinnar skrifaði hann
færslu á Facebook sem átti að draga úr
gildi hennar en gerði ekki. Einnig hamlaði
það höfundi að aðgengi að fjárhagslegum
upplýsingum um félagið var takmarkað enda
um óskráð félag að ræða. Að öðru jöfnu
hefðu margs konar upplýsingar um raunveru-
lega stöðu félagsins orðið skýrari fyrr með
dreifðu eignarhaldi. Það er vafalítið að þessi
óvissa um raunverulega stöðu félagsins hefur
frekar lengt í líftíma þess.