Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 94

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 94
92 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Athugasemdir frá Kjarnanum Fjölmiðlar Þjóðmálum hafa borist athugasemdir frá forsvarsmönnum vefmiðilsins Kjarnans vegna greinar eftir Sigurð Má Jónsson sem birtist í vorhefti Þjóðmála á þessu ári. Þær hafa verið birtar á vef Þjóðmála og verða einnig birtar hér. Athugasemdirnar eru svohljóðandi: — Vísað er til greinar um Kjarnann sem birtist í Þjóðmálum, 15. árgangi, vor 2019, 1. hefti. — 1. Í grein Sigurðar Más segir: „Þegar við blasti að vinstrimenn myndu gjalda afhroð og missa stjórnartaumana í kosningum til Alþingis vorið 2013 fóru nokkrir vinstrisinnaðir einstaklingar úr fjölmiðlum, stjórnmálum og viðskiptalífi að kanna möguleika á því að stofna nýjan fjölmiðil sem gæti veitt yfirvofandi hægristjórn mótstöðu. Niðurstaðan var sú að vefmiðillinn Kjarninn var formlega stofnaður hinn 1. júní 2013, viku eftir að ný ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks tók til starfa.“ Fyrir þessari fullyrðingu um hvatann af stofnun Kjarnans, færir Sigurður Már engar sannanir. Fullyrðingarnar eru rangar og Sigurður Már hefði getað sannreynt það með því að kynna sér stofngögn Kjarnans sem eru aðgengileg í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra hverjum sem þau vill sækja. Þar kemur skýrt fram hverjir stofnuðu miðilinn, hvernig staðið var að stofnun hans og hversu mikið fjármagn var lagt til. Um var að ræða sex manns, fjóra blaðamenn, einn fyrrverandi starfsmann fjarskipta- fyrirtækis og einn markaðsmann. Enginn í þessum hópi hefur nokkru sinni starfað í stjórnmálaflokki. Enginn var fjárfestir í öðru en eigin húsnæði eða gæti fallið undir skil- greininguna að vera „úr viðskiptalífinu“. Allt það fé sem lagt var til við stofnunina kom frá þeim sem stofnuðu miðilinn. — 2. Í grein Sigurðar Más segir: „Lengst af hefur fjölmiðillinn orðið að treysta á fórnfýsi eigenda sinna, sem hafa hlaupið undir bagga, ýmist með lánum eða auknu hlutafé, en eins hafa starfsmenn í einhverjum tilvikum þegið hluta- bréf, sem við þessar aðstæður eru verðlaus.“ Enginn starfsmaður Kjarnans hefur nokkru sinni þegið hlutabréf frá félaginu. Engin bréf hafa nokkru sinni skipt um hendur nema að greitt hafi verið fyrir. Virði hvers hlutar í síðustu gerðu viðskiptum kemur fram í gögnum sem skilað hefur verið inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra líkt og lög gera ráð fyrir. Fullyrðing Sigurðar Más er því röng og hann hefði getað komist hjá því að setja fram þá röngu tilkynningu með því að verða sér úti um gögn frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, sem eru opinber. — 3. Í grein Sigurðar Más segir: „Í seinni tíð hefur miðillinn orðið að skera niður starfsemi sína og flokkast hann nú undir það að vera eins konar bloggsíða sem birtir hugleiðingar Þórðar Snæs [ritstjóra Kjarnans] og treystir mikið á endur- birtingar frétta úr öðrum fjölmiðlum.“ Fullyrðing Sigurðar Más er röng. Á fyrstu 17 vikum ársins 2019 birtust samtals tíu skoðanagreinar eftir ritstjóra Kjarnans á vef hans en önnur efni sem þar birtust voru yfir eitt þúsund. Skoðanaefni ritstjórans er því vel undir eitt prósent af birtu efni á vef Kjarnans. Nær allt það efni er frumunnið, þótt Kjarninn sannarlega segi frá völdum fréttum sem birtast í öðrum miðlum og ritstjórn hans telur að eigi erindi við lesendur hans, sérstaklega þegar um stór mál er að ræða sem Kjarninn hefur sjálfur fjallað umtalsvert um í frum- unnum fréttum og fréttaskýringum. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.