Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 95
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 93 4. Í grein Sigurðar Más segir: „Afskriftir og endurfjármögnun hefur nokkrum sinnum verið endurtekin, en nú má heita að starfsemi miðilsins sé í lágmarki.“ Fullyrðing Sigurðar Más er röng […]. Engar afskriftir, í þeim skilningi að skuldir hafi verið niðurfærðar án endurgjalds, hafa átt sér stað í rekstri Kjarnans frá því að hann var stofnaður. Í hugtakinu endurfjármögnun felst að taka nýtt lán til að greiða gamalt. Slíkt hefur aldrei átt sér stað í sögu Kjarnans. Einu lánin sem hann hefur tekið eru yfirdráttur sem er nánast ekki ádregin, og er með persónulegri ábyrgð, og hluthafalán sem síðar var breytt í nýtt hlutafé. Engin endurfjármögnun hefur átt sér stað á nokkrum sköpuðum hlut. Hægt er að nálgast upplýsingar um slíkt í gögnum sem skilað hefur verið inn til fyrirtækjaskráar ríkisskattstjóra og í birtum ársreikningum. Auk þess er rangt að starfsemi miðilsins sé í lágmarki. Velta Kjarnans hefur þvert á móti aldrei verið meiri (um 25 prósent vöxtur milli 2017 og 2018) og kostnaður vegna framleiðslu á ritstjórnarefni, þ.e. launa- greiðslur til fastráðinna starfsmanna og verktaka, hefur aldrei verið hærri. — 5. Í grein Sigurðar Más segir: „Af upphaflegu ritstjórninni eru aðeins Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson eftir, sá síðarnefndi raunar mjög laustengdur, býr erlendis og sinnir fyrst og fremst vikuritinu Vísbendingu.“ Fullyrðing Sigurðar Más um framlag og starfs hlutfall [Magnúsar] er röng[…]. Magnús Halldórsson hefur verið í 100 prósent starfi á Kjarnanum frá því að hann var stofnaður árið 2013. Efni eftir hann birtist nær alla daga á miðlinum, merkt blaðamanninum. Auk þess ritstýrir hann útgáfu Vísbendingar, rits sem gefið er út af Kjarnanum. Sigurður Már hefði getað komist hjá því að setja fram þessa röngu fullyrðingu með því að fara inn á vef Kjarnans og skoða það efni sem þar birtist. — 6. Í grein Sigurðar Más segir: „… meginvandi Kjarnans hefur alla tíð verið að lesturinn hefur látið á sér standa[…] Samræmdar vefmælingar bentu til þess að honum hefði aldrei auðnast að ná út fyrir tiltölulega lítinn kjarna lesenda (svo segja má að miðillinn hafi borið nafn með rentu). Nú er svo komið að Kjarninn nær hvorki á blað í vefmælingum Gallups né Modernus.“ Fullyrðing Sigurðar Más um mælingar á lestri Kjarnans er röng. Hið rétta er að Kjarninn hefur ekki tekið þátt í vefmælingum þeirra fyrirtækja sem framkvæma slíka frá því í viku 10 2018. Í mælingum Gallup, sem eru ráðandi á vefmælingarmarkaði, er auk þess birtur tæmandi listi yfir alla þá vefmiðla sem greiða fyrirtækinu fyrir mælingu á lestri sínum. Það er þar af leiðandi ómögulegt að komast ekki „á blað“. Þótt miðill sé með einn viku- legan lesanda þá kemst hann samt á blað. Full yrðingar Sigurðar Más um lítinn lestur Kjarnans fela því í sér rangfærslu byggða á rangri ályktun, sem byggði á rangfærslu. Sigurður Már hefði getað komist hjá því að setja fram þessa röngu fullyrðingu með því að skoða mælingar aftur í tímann, og sjá að Kjarninn var í mælingum árum saman, en hefur ekki verið þátttakandi í slíkri frá því í viku 10 2018. Auk þess hefði Sigurður Már getað kynnt sér forsendur birtinga á vef- mælingum, og komist að því að allir sem greiða fyrir vefmælingu eru birtir á listum Gallup. — 7. Í grein Sigurðar Más segir: „Leiða má að því líkur að Kjarn inn hafi að einhverju leyti verið fjármagnaður með fjármunum sem eiga uppruna sinn í skattaskjólum.“ Aðdróttun Sigurðar Más um fjármögnun Kjarnans er röng. Allir eigendur Kjarnans eru íslensk félög eða einstaklingar. Sigurður Már hefði getað komist hjá því að setja fram þessa röngu aðdróttun með því að nálgast upplýsingar um hlutafjáraukningar Kjarnans í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.