Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 20
Í kvöld verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum sýningin Sjitt, ég er 60+, þar sem Örn Árnason á sviðið ásamt píanóleikaranum Jónasi Þóri Þórssyni og veltir fyrir sér hækkandi aldri. bjork@frettabladid.is Einn okkar allra ástsælasti leikari, Örn Árnason, varð sextugur rétt fyrir Covid, bjó til sýningu um tíma- mótin, en viti menn, síðan hafa liðið tveir afmælisdagar til við- bótar. „Sýningin hét Sjitt, ég er sextugur en hún átti að fara á svið fyrir Covid og síðan þá hef ég átt tvö afmæli og þess vegna heitir hún „Sjitt, ég er 60+“,“ útskýrir hann. „Einhverra hluta vegna hef ég aldr- ei leitt hugann að því að maður gæti staðið í þeim sporum að eiga bara fimm ár eftir í eftirlaunaaldur,“ segir hann hvumsa. „Fyrir mér er gamalt fólk alltaf 12-15 árum eldra en ég er!“ Gamall hljómar svo gamalt Örn segist í sýningunni velta fyrir sér orðinu „gamall“, en til séu alls konar skemmtilegri orð yfir það að aldurinn færist yfir. „Gamall hljómar eitthvað svo … gamalt!“ segir hann í léttum tón. Örn lofar því að söngurinn verði ekki langt undan, en eins og oft áður verður Jónas Þórir honum til halds og trausts í þeim efnum. Í sýning- unni horfist Örn í augu við sjálfan sig og ferilinn og er bæði á persónulegu og léttu nótunum. „Það verða alls konar endurlit sem enginn hefur heyrt, en engar lyga- sögur,“ segir hann og hlær. „Bara heiðarlegur og sannur eins og menn eiga að vera. Og fagna því að geta alltaf verið: Á besta aldri,“ segir hann að lokum. n Sjitt – ég er sextíu plús Örn Árnason getur loksins haldið upp á sextugsafmæli sitt með sýningu, tveimur árum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er frekar eldra fólkið sem fast er í viðjum vanans. Ekki er allt sem sýnist. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Sólveig Anna Jónsdóttir, sem hrökklaðist úr formennsku hjá Efl- ingu um síðustu helgi, hefur rekið róttækari verkalýðsbaráttu en sést hefur í áratugi. Rétt eins og flokks- bróðir hennar, Gunnar Smári Egils- son, hafnar hún málamiðlunum og rekur í reynd ekki verkalýðs- eða réttindabaráttu heldur stéttastríð ættað frá næstliðinni öld. Sólveig Anna hefur unnið mark- visst gegn atvinnulífinu og raunar stillt atvinnulífinu og launþegum Verður Gunnar Smári næsti formaður Eflingar? upp sem fullkomnum andstæðum með andstæða hagsmuni á öllum sviðum, sem er sannarlega breyt- ing frá þeirri þróun sem hér hafði átt sér stað allt frá Þjóðarsáttinni 1990. Með tilkomu Sólveigar Önnu virtist sem átök á vinnumarkaði væru óumflýjanleg. Orðræðan var skýr: atvinnurekendur væru arð- ræningjar sem kúguðu starfsfólk og ekkert nema barátta og samstaða launþega gæti brotið kúgunina á bak aftur. Var þetta mjög í takt við málflutning Sósíalistaflokks Gunn- ars Smára fyrir þingkosningarnar í september. Á tímabili virtust bæði Gunnar Smári og Sólveig Anna hafa góðan byr í segl sín. En ekki er allt sem sýnist. Sósíal- istaflokkurinn náði ekki á þing og ekki ríkir friður um Sólveigu Önnu. Hún virðist sek um sömu kúgun og ógnarstjórn og hún sakar atvinnu- rekendur um. Allt sprakk innan frá vegna þess að starfsfólki hennar ofbauð hroki og yfirgangur. Vonandi lærir verkalýðshreyf- ingin af óförum Sólveigar Önnu og fer með skynsamlegar kröfur inn í kjarasamninga á næsta ári. Ekki eru forsendur til annars eftir miklar launahækkanir á liðnum misserum. Ætli næsti kjörni formaður Efl- ingar verði svo Gunnar Smári Egils- son, sem var lykilmaður á bak við kjör Sólveigar Önnu 2018 og hefur stundum verið talinn skuggastjórn- andi þar? n Jólum í skókassa Verkefnið Jól í skókassa er í fullum gangi þar sem innpakkaðir skó- kassar með leikföngum, skóladóti, fötum, snyrtivörum og nammi frá íslenskum fjölskyldum eru sendir til að gleðja börn í Úkraínu. Tekið er við kössum á Holtavegi 28 til og með 13. nóvember. Allar nánari upplýs- ingar má finna á Facebook-síðu Jóla í skókassa og á kfum.is/skokassar. Njálu á hundavaði Dúettinn Hundur í óskilum ræðst í sýningu sinni á Nýja sviði Borgar- leik hússins á einn hornstein íslenskrar menningar – sjálfa Njálu. Félagarnir fara sjálfir með öll hlut- verk og glæða söguna fersku lífi og húmor. Það þarf djúpan skilning á verkinu til að gera svo beitt grín sem engum dylst að þeir Hjörleifur og Eiríkur búi yfir. Þeir sem aldrei hafa lesið Njálu ættu að skilja söguna og dýpt hennar og hinir sem þekkja vel læra klárlega eitthvað nýtt. n T inna Hallgrímsdóttir er nafn sem þú, lesandi góður, ættir að leggja á minnið. Hinn 27 ára formaður félags ungra umhverfissinna hefur sannarlega látið að sér kveða undanfarið og ef við erum heppin er hún rétt að byrja. Félagið sem nú telur um 1.200 með- limi hefur vakið mikla athygli undanfarið og ekki síst í aðdraganda nýliðinna alþingis- kosninga, þar sem félagið lét hanna kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnu allra stjórnmálaf lokka. Tinna segir í viðtali hér í blaðinu að hennar tilfinning sé að yngri kynslóðin sé ekki hrædd við breytingar þær sem nauðsyn- legar séu til að sporna við hlýnun jarðar. Það er frekar eldra fólkið sem fast er í viðjum vanans. Sem finnst það vera að fórna miklu með því að stíga skref í átt að umhverfis- vænni lífsstíl. En hverjir þurfa svo að eiga við af leiðingarnar? Jú, einmitt yngri og komandi kynslóðir! Því ættum við sem eldri erum og vanafastari að skammast okkar til að opna augun og eyrun. n Opnum augu og eyru 20 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.