Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 98
Í daglegu lífi mínu er ég mjög hneigður til svartsýni. Það er eitt- hvað sem ég reyni að forðast þegar ég skrifa skáldskap. Bandaríski rithöfundurinn Ted Chiang kemur fram á furðusagnahátíðinni IceCon um helgina. Chiang er ein stærsta stjarna vísindaskáld- sagnaheimsins um þessar mundir, en kvikmyndin Arrival, sem gerð var eftir sögu hans, vakti heimsathygli á þessum annars hægláta og hógværa höfundi. tsh@frettabladid.is Ted Chiang hefur sent frá sér tvö smásagnasöfn, Stories of Your Life and Others (2002) og Exhalation (2019), og hafa smásögur hans og nóvellur unnið til allra helstu verð- launa fyrir vísindaskáldskap, þar á meðal fjölmargra Hugo og Nebula verðlauna. Ted spjallaði við blaða- mann frá heimili sínu nálægt Seattle í Bandaríkjunum og spurður hvað heilli hann við hið stutta form segir hann: „Það voru færð rök fyrir því á 6. og 7. áratugnum innan vísinda- skáldsagnaheimsins að nóvellan væri hin tilvalda lengd til að skrifa vísindaskáldskap. Rökin voru þau að nóvellan gæfi manni nægt rými til að kanna eina hugmynd. Smá- saga gæfi manni ekki nægilegt rými og í skáldsögunni þarf maður meira en eina hugmynd til að halda henni uppi. Það eru ekki allir sammála þessu en ég er nokkuð fylgjandi þessum rökum og held að þau eigi við um mig.“ Arrival hafði mikil áhrif á ferilinn Þekktasta saga Teds er án efa nóvell- an Story of Your Life, sem Holly- wood-myndin Arrival frá 2016 eftir Denis Villeneuve var byggð á. Ted segir myndina hafa haft umtalsverð áhrif á feril hans, enda sé kvikmynd á vissan hátt 70 milljóna dollara aug- lýsingaherferð. „Ég held að velgengni myndarinn- ar hafi stuðlað að því að ég náði til víðari lesendahóps. Áður en myndin kom út voru verk mín aðeins þekkt hjá fólki sem les vísindasmásögur, sem er mjög lítill lesendahópur. En eftir að hún kom út voru verk mín lesin af fólki sem hugsar ekki um sig sem lesendur vísindaskáldskapar og einnig af fólki sem hugsar ekki um sig sem lesendur smásagna. Þannig að kvikmyndin hafði mikil áhrif.“ Með heimsfaraldrinum undan­ farin ár hefur heimsmynd okkar orðið sífellt líkari vísindaskáldsögu. Er erfitt að skrifa vísindaskáldskap á slíkum tímum? „Í raun held ég að á vissan hátt hafi það verið erfiðara fyrir rit- höfunda sem skrifa ekki vísinda- skáldskap. Þegar heimsfaraldurinn braust út voru margir rithöfundar með skáldsögur í burðarliðnum, annað hvort að skrifa skáldsögu eða með skáldsögu í útgáfuferli, skáld- sögur sem áttu að gerast í nútím- anum, en minntust ekki á neitt í líkingu við faraldurinn. Og allt í einu virtust allar þessar skáldsögur vera úreltar.“ Svartsýnismaður í daglegu lífi Sögur þínar eru bjartsýnar að því leyti að þær forðast þá tilhneigingu vísindaskáldskapar nútímans að fjalla um distópíu. Myndirðu skil­ greina þig sem bjartsýnismann? „Í daglegu lífi mínu er ég mjög hneigður til svartsýni. Það er eitt- hvað sem ég reyni að forðast þegar ég skrifa skáldskap. Kannski er ein ástæðan sú að þegar ég er að skrifa sögu eyði ég miklum tíma í að hugsa um hana og ég vil helst ekki þurfa að eyða miklum tíma í að hugsa um hræðilegar sviðsmyndir. Það getur verið mjög auðvelt að detta í svartsýni. Eins og ég sagði þá hallast ég í þá átt sjálfur og mér finnst mikilvægt að berjast gegn því. Ég vona samt að verk mín séu ekki einhvers konar blind afneitun á mögulegum vandamálum,“ segir Chiang og bætir við að hann vonist þó til að verk hans sýni fram á að allt í heimi hér sé hverfult og að það sem við metum mest muni ekki hverfa. “ Ein af sögum þínum, The Life­ cycle of Software Objects, fjallar um gervigreind. Hefurðu áhyggjur af því að vélar með gervigreind muni taka yfir heiminn? „Nei, ég hef það ekki. Ég held að það sé miklu meiri hætta á því, og við erum mjög, mjög nálægt því, að kapítalismi taki yfir heiminn. Ég held að þegar fólk talar um óumflýj- anleika tækniframfara eða vaxandi yfirráð tækninnar, þá sé það oft að tjá sig í gegnum rök kapítalismans. Mikið af þeim hlutum sem fólk segir að séu framfarir eru í raun bara öfgakenndara form af kapítalisma.“ Vildi geta skrifað hraðar Ted Chiang mun ekki mæta í eigin persónu á IceCon heldur ræða við gesti hátíðarinnar á fjarfundi. Hann hefur þó komið þrisvar til Íslands á eigin vegum og segist kunna vel við land og þjóð. „Konan mín og ég elskum Ísland og vonumst til að geta komið aftur. Ég var vonsvikinn yfir að komast ekki á IceCon í eigin persónu þetta árið.“ Þótt hugmyndaauðgi Ted Chiang eigi sér fáar hliðstæður er ljóst að hann tekur sér langan tíma í að vinna að hverri sögu. Spurður hve- nær lesendur megi búast við næstu bók eða sögu segir hann það alls óvíst. „Ég veit það ekki. Ég get sagt þér að það er enginn sem óskar þess heitar að ég skrifaði hraðar heldur en ég. Ég vildi gjarnan skrifa hraðar en ég get bara unnið á þeim hraða sem ég skrifa. Ef ég get sætt mig við mína hægu framleiðslugetu þá ætti annað fólk að geta það líka.“ n Hefur meiri áhyggjur af kapítalisma en gervigreind Ted Chiang við frumsýningu Arrival í Los Angeles 6. nóvember 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Arrival, með Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker, gerði mikið fyrir feril Teds sem líkir henni við 70 milljóna dollara auglýsingaherferð. GASTROPUB HELGAR BRUNCH laugardaga og sunnudaga 11.30–14.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1-3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is Matseðill og borðapantanir á saetasvinid.is Eggs benedict, amerískar pönnukökur, mega brunch og fleiri girnilegir réttir. NÝR OG SPENNANDI SEÐILL 58 Lífið 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.