Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 8
6
18. ágúst voru nokkrar úrkomur, en fremur hlýtt, en það sem eftir var
mánaðarins var úrkomulaust, átt norðlæg og heldur kaldara.
September. Þessi mánuður er allur óvenju hlýr og má segja, að sumar-
hiti haldist óslitið að kalla til þess 24., en þá kólnar heldur í veðri, en þó
sýnir lágmarksmælir ekki frost. Lægstur hiti mældist 0.5° þann 12.
Frost þetta var þó ekki það mikið, að neitt teljandi sæist á kartöflugrös-
um, og stóðu þau því að mestu óskemmd út mánuðinn. Meðalhiti í sept-
ember var einhver sá mesti, sem hér gerist, eða um 2.4° yfir meðallag.
Úrkoma var mjög lítil allan mánuðinn.
Október til desember. Fyrstu 9 dagar októbermánaðar voru fremur
hlýir og frostlausir um nætur. Þann 10. til 14. gerði lítilsháttar frost með
smávegis snjókomu, sem tók upp aftur um miðjan mánuðinn, og var snjó-
laust að kalla allan október og jörð ófrosin. Októbermánuður var því
allur mjög hlýr. — Nóvember var allur hlýr, og fór meðalhiti sólarhrings-
ins aldrei niður fyrir 0.3° C. Frost var hins vegar alloft um nætur, en
jörð fraus ekki að neinu ráði, og var því hægt að vinna að hvers konar
jarðabótum allan mánuðinn. — Fyrstu 4 daga desember voru nokkur frost,
og komst þá lágmarksmælir niður í 14° frost, en frá 5. til 21. des. var þíð-
viðri flestalla daga, snjólaust og sama og ekkert frost í jörðu. Frá 22. til
25. des. voru lítilsháttar frost og smávegis snjór á jörðu, en hann tók upp
aftur og var snjólaust í byggð hér um slóðir um áramótin og sáralítið frost
í jörðu. Fyrri hluti vetrarins var eindæma góður, enda voru allir mánuð-
irnir 2—3 ° yfir meðalhita. Átt var yfirleitt suðlæg, og þótt brigði til norð-
anáttar, stóð hún aðeins fáa daga. Úrkoma var yfirleitt nokkur, en megnið
af úrkomunni var regn.
Árið 1953 má telja mjög gott búskaparár. Grasspretta var einhver sú
mesta, sem um getur, og nýting heyja ágæt. Að vísu bar nokkuð á því, að
gras væri úr sér sprottið þegar slegið var, bæði í fyrri og síðari slætti.
b. Veðrið 1954.
Janúar til april. Janúar var hlýr og meðalhiti um 3.6° yfir meðalhita.
Helzti kuldakaflinn var frá 16.—20. jan., og komst frostið hæst í 15°
þann 20. Annars tók snjó annað slagið upp, og var því lítill snjór í lok
janúar, og má segja, að líkt tíðarfar héldist í febrúar og marz, nema hvað
heldur kólnaði, en þó eru báðir þessir mánuðir með 1.6° og 1.3° yfir
meðalhita. Nokkur snjór var kominn í marzlok, en í heild voru bæði
febrúar og marz fremur snjóléttir og frost aldrei mikil. Hinn 28. marz
gekk í þíðviðri og má heita, að hlýindi haldist óslitið til 29. apríl, að frá-
töldum dögunum 19. og 20. apríl, en þá daga var lítils háttar frost. Átt
var suðlæg allan mánuðinn að heita mátti, og úrkoma var lítil. Jörð var