Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 11
9
-^-16°. Frá 12.—17. des. var frostlaust suma daga, en þann 18. gekk aftur
í frost, sem héldust óslitið til 30. des. Nokkurn snjó setti niður, en ekki
var snjórinn það mikill, að samgöngur trufluðust hér innan héraðs. Hins
vegar var nokkuð snjór kominn á heiðar.
2. Tilraunastarfsemin.
Tiraunastarfsemin hefur verið framkvæmd með líku sniði os: undan-
farin ár. Þó hefur tilraunum fjölgað nokkuð í Tilraunastöðinni og enn-
fremur hefur verið byrjað á nokkrum dreifðum tilraunum. Fer hér á eftir
árangur þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið árin 1953 og 1954. Til þess
að spara rúm í skýrslu þessari og svo skýrslum hinna tilraunastöðvanna,
verður hinna einstöku áburðarefna í töflunum getið sem N, P og K, eins
og gert var í skýrslunni 1951 og 1952. N þýðir jafnan kg hreint köfnunar-
efni, P þýðir magn af P205 af fosfóráburði og K þýðir magn af KsO í
kalíáburði. Þar sem ekki er annars getið, eru þessar tegundir af áburði
notaðar í tilraunir: 33.5% köfnunarefnisáburður, 45% þrífosfat og 50%
kalíáburður.
Um tilhögun eldri tilrauna verður ekki getið nema að einhverjar
breytingar hafi orðið í framkvæmd, enda er greint frá tilhögun þeirra í
Skýrslu Tilraunastöðvanna 1951—1952, og rná þar finna nánari upplýs-
ingar um tilhögun. Verður þessari reglu fylgt, einnig í skýrslum hinna
tilraunastöðvanna.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Eftirverkun d fosfóráburði, nr. 4, 1938.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 67 N, 96 K, 0 P 68.0 64.7 58.43 86
b. 67 N, 96 K, 0 P 74.9 86.5 67.86 100
c. 67 N, 96 K, 0 P 83.1 91.9 73.97 109
d. 67 N, 96 K, 0 P 77.9 83.4 69.13 102
e. 67 N, 96 K, 51 P 93.6 111.8 87.28 129
Ákveðið hefur verið að halda þessari tilraun áfram aðallega vegna
a-liðs, sem nú hefur ekki fengið fosfóráburð í 17 ár. Ennfremur er mein-
ingin að rannsaka eftirverkanir í liðunum b, c og d, sem ennþá virðast
vera nokkrar, þótt 5 ár séu liðin frá því að þessir liðir fengu fosfóráburð.