Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 15
13
ekkert rakaðist a£. Sama ár var borið á a-lið 40 kg N, 60 kg K og 60 kg P.
Sama skammt af kalí og fosfór fengu b, c- og d-liðir árlega; b og c fengu
60 kg N, en d-liður 65 kg N. Sami áburður var borinn á 1954, að öðru
leyti en því, að a-liður fékk 70 kg N í stað 40, en engan húsdýraáburð.
Eins og tekið var fram í skýrslunni frá 1951 og 1952, kól þetta tilrauna-
land mjög illa, og var því horfið að því ráði, að sá í þá reiti, sem verst
voru farnir vorið 1953. Var rótin rifin upp með garðhrífu, síðan dreift
fræblöndu og borin lítils háttar mold yfir og síðan valtað. Nokkur arfi
kom í landið 1953, en hann var svo til algerlega horfinn 1954. Er þetta
ár í raun og veru fyrsta eðlilega árið hvað gróður snertir í þessari tilraun.
Árið 1954 gaf a-liður mjög mikla uppskeru, 35 hestum meira heldur en
1953. Ekki get ég skýrt þennan mikla vaxtarmismun, en þó kann að vera,
að verkanir húsdýraáburðar hafi verið hagstæðar þessi ár.
Tilraun með kali og fosfóráburð, nr. 10 1950.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 70 N, 0 P, 0 K 65.4 60.8 55.33 100
b. 70 N, 70 P, 0 K 69.4 51.1 53.88 98
c. 70 N, 0 P, 90 K 72.9 65.9 58.75 106
d. 70 N, 70 P, 90 K .... 93.3 67.6 65.59 119
Telja má, að nokkur árangur sé kominn í ljós fyrir K og P, sérstaklega
hefur d-liður nokkurn vaxtarauka fram yfir aðra liði, sér í lagi 1953. Af
einhverjum ástæðum gefur b-liður óeðlilega uppskeru 1954, og hef ég
ekki skýringar á þeirri niðurstöðu. Árið 1954 var grasvigtin af hinum ein-
stöku liðum þessi: a-liður 145 hkg/ha, b 140, c 200.5 og d-liður 201.0.
Ósamræmi í heyprósentunni hefur því ekki verið orsök þessa fráviks í
b-liðnum árið 1954.
Vaxandi skammtar af N-áburði á tún, nr. 11 1951.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Aburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 60 P, 75 K, 75 N .... 79.4 55.4 64.14 100
b. 0 P, 0 K, 35 N 39.5 28.8 33.08 52
c. 0 P, 0 K, 50 N 45.0 29.9 38.22 60
d. 0 P, 0 K, 75 N 65.4 45.1 52.90 83
e. 0 P, 0 K, 100 N 73.6 48.8 57.81 90