Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 18
16
um það, hversu mikið magn af köfnunarefnisáburði sé hæfilegt til lengd-
ar með 60 kg P og 75 kg K. Þessi tilraun er hliðstæð tilraun nr. 12 1953,
að öðru leyti en því, að þar er magninu af kalí og fosfór breytt, en köfn-
unarefnið hið sama í öllum liðunum. í þessari tilraun eru einnig skammt-
arnir minni. Tilraun þessi þarf tvímælalaust að standa mörg ár.
Vaxandi skammtar N, P og K með 300 kg N, nr. 22 1954.
Áburður kg/ha:
a. 0 P, 0 K, 0 N ...................
b. 80 P, 100 K, 0 N ................
c. 40 P, 50 K, 75 N.................
d. 80 P, 100 K, 100+50 = 150 N .....
e. 120 P, 150 K, 150+75 = 225 N.....
f. 160 P, 200 K, 150+100+50 = 300 N .
Hey hkg/ba Hlut-
1954 föll
32.1 50
37.4 58
64.0 100
80.5 126
100.7 158
107.1 167
Tilraun þessi er gerð á gamalræktuðu túni, ræktuðu af valllendi. Hún
var byrjuð 1954 hér í Tilraunastöðinni og einnig á hinum tilraunastöðv-
unum. Gróðurfar er mjög líkt og lýst er í tilraun nr. 13 1953. Kom hér
fram sama breyting á ráðandi grastegundum, þannig að háliðagras varð
því meir ráðandi, sem áburðurinn var meiri. í e- og f-lið um 70% af upp-
skerunni. Reitastærð er 6 X 6 = 36 m2. Uppskerureitir 5 X 5 = 25 m2.
Tilraunaliðir eru 6 og samreitir 5.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hvort hægt sé
að fá vaxtarauka fyrir þá áburðarskammta, sem eru notaðir í e- og f-liðum.
Tilraun nr. 13 1953 gaf beinlínis tilefni til þess, að gera þessa tilraun.
Vaxtaraukinn fyrir hvern viðbótarskammt er nokkur, enda þótt hann sé
minnstur fyrir síðasta skammtinn. N-áburðinum var tvískipt í d- og e-lið,
en þrískipt í f-lið. Kalí- og fosfóráburður var allur borinn á í einu lagi
og var það gert 25. maí. Var þá einnig 1. skammtur af N-áburði borinn
á, 2. skammtur 30. júní og 3. skammtur 12. ágúst. Tilraunin var slegin
28. júní, 10. ágúst og 8. okt. Þríslegnir voru þó aðeins e- og f-liðir.
Ástæðan fyrir því, að 3. sláttur var ekki sleginn fyrr en í okt. var sú,
að september var mjög kaldur, og var sláttur dreginn með það fyrir aug-
um að ef hlýindakafli kæmi í september, mundi spretta halda áfram, þar
sem síðasti áburðarskammtur virtist ekki vera búinn að verka nema til-
tölulega lítið, þegar kom fram í sept. Um þann 23. sept. gekk í úrkomur
og síðar frost og snjó, sem ekki tók upp fyrr en í október, eins og nánar
er greint frá í veðurskýrslunni. Verður því að telja, að e- og f-liðir hafi
tæplega notið sín með þeim áburðartíma og sláttutíma, sem viðhafður
var að þessu sinni.