Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 20
18
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 18 1953.
Ærlækjarsel.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1954 föll
a. 0 P, 0 K, 0 N...................... 13.16 41
b. 30 P, 40 K, 30+15 = 45 N........... 31.92 100
c. 60 P, 80 K, 60+30 = 90 N........... 40.32 126
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N.... 47.02 147
e. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N .... 51.38 161
Tilraunin er gerð hjá Grími Jónssyni ráðunauti í Ærlækjarseli í Axar-
firði. Tilraunin er gerð á sandi, sem sáð var í vorið 1953. Sandlendi það,
sem tilraunin er gerð á, er í sandgræðslugirðingu, sem liggur nokkuð fyrir
sunnan hina svokölluðu Sandabæi í Axarfirði. Hér var um að ræða svo
til gróðurlausan sand. Gróður var nokkuð gisinn í sléttunni. Tilhögun var
hin sama og í sams konar tilraun í Sandfellshaga og víðar.
Tilraun þessi var í raun og veru byrjuð 1953 oð fékk þá númer, en
vegna galla, sem fram komu á tilraunalandinu (kal), var hún þá aðeins
einslegin, og þar af leiðandi kom síðari skammturinn af köfnunarefnis-
áburðinum ekki til með að hafa áhrif á uppskeruna.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 20 1954.
Litli-Hóll.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1954 föll
a. 0 P, O K, 0 N........................ 44.42 62
b. 30 P, 40 K, 30+15 = 45 N............. 71.51 100
c. 60 P, 80 K, 60+30 = 90 N............. 94.34 132
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N...... 115.08 161
e. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N .... 110.88 155
Tilraunin var gerð hjá Páli Rist á Litla-Hóli, Hrafnagilshreppi í Eyja-
firði. Tilraunin er gerð á þriggja ára nýrækt á mýri, sem hefur verið
þurrkuð að mestu með opnum skurðum. Vesturhlið tilraunarinnar liggur
um 10 m frá skurði, sem er um 2 m að dýpt. Ráðanli gróður í landinu er
hásveifgras og vallarsveifgras og auk þess nokkuð bæði af hvítsmára og
rauðsmára. Frjósemi virðist vera mikil í þessu landi. Smári var mikill í
báðum sláttum, og þó einkum í síðari slætti og ráðandi gróður í a-, b- og
c-liðum. Hins vegar bar lítið á honum í d- og e-lið.
Tilhögun á þessari tilraun var hin sama og áður er lýst í sams konar
tilraunum, svo sem tilraun nr. 13 1953.