Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 21
19
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 24 1954.
Grímsstaðir.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1954 föll
a. 0 P, 0 K, 0 N 64.44 83
b. 30 P, 40 K, 30+15 - 45 N 77.65 100
c. 60 P, 80 K, 60+30 - 90 N 96.39 124
d. 90 P, 120 K, 90+45 - 135 N 100.67 130
e. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N .... 106.11 137
Tilraunin er gerð á Grímsstöðum á Hólsfjöllum á um 5 ára gamalli
sáðsléttu. Landið er sendið og hart, svo að jafnvel er erfitt að reka niður
merkihæla. Gróður er samt þéttur, en nokkuð misjafn. Tilraunaland þetta
verður þó að telja mjög líkt þeim túnum, sem algengust eru á Hólsfjöll-
um. Háliðagras og vallarsveifgras voru ráðandi gróður. Ennfremur var í
landinu bæði túnvingull, snarrót og hásveifgras.
Tilhögun var hin sama og í hliðstæðum tilraunum, að öðru leyti en
því, að samreitir voru aðeins 3.
Grímsstaðir liggja um það bil 400 m yfir sjó, og eru mjög fá býli hér
á landi, sem hærra liggja. Tilgangurinn með þessari tilraun er að fá upp-
lýsingar um það, hvað stórir áburðarskammtar geti gefið þar mikla upp-
skeru. Mjög mikil teðsla var í tilraunalandinu, enda gefur áburðarlausi
liðurinn um 64 hesta af hektara. Áburðarskammtar í d- og e-lið gefa
fremur lítinn vaxtarauka, enda þótt uppskeran sé orðin góð eftir atvikum.
Á tilraunina var borið 5. júní, og voru þá tún á Hólsfjöllum að verða
algræn og litu ekki ólíkt út og tún gerðu í Eyjafirði um 15. maí. Sama dag
og borið var á tilraunina á Grímsstöðum, var byrjað að slá tún allvíða í
Eyjafirði. Fyrri sláttur var sleginn 17. júlí, og seinni skammtur af N bor-
inn á sama dag, en seinni sláttur var sleginn 9. september.
3. Tilraun með grasfræblöndur, nr. 12, 1952.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
1953 1954 2 ára föll
Blanda nr. 1 100.75 86.13 92.44 100
Blanda nr. 2 124.04 89.52 106.78 116
Blanda nr. 3 108.92 101.97 105.44 114
Blanda nr. 4 109.27 103.84 106.55 115
Blanda nr. 5 105.32 91.45 98.38 107
Blanda nr. 6 120.14 99.21 109.68 119
Blanda nr. 7 110.60 97.17 103.88 113
2*