Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 22
20
Tilhögun þessarar tilraunar er lýst í skýrslum tilraunastöðvanna 1951
og 1952 á blaðsíðu 13—15, og er þar að finna upplýsingar m. a. um sam-
setningu á fræblöndunum. Árið 1953 og 1954 var áburðarskammturinn
120 kg N, 90 kg P og 90 kg K. í blöndu nr. 1, 2, 3, 4 og 6 er vallarfoxgrasið
um 70—90% af heildaruppskeru. Næst kemur hávingull, vallarsveifgras
og línsveifgras. Háliðagrasið var að mestu leyti ónýtt í þessum fræblönd-
um, og hefur því aldrei náð sér á strik. Þó má segja, að það hefur aukizt
allmikið í sumum reitum. Blanda 5 og 7 eru nokkurn veginn í þeim hlut-
föllum, sem í upphafi voru á milli hinna einstöku grastegunda, en í þeim
var hvorki háliðagras, vallarfoxgras né hávingull. Axhnoðapunturinn er
þó alls staðar dauður 1953. Hins vegar er rýgresið víðast lifandi 1953, en
er að mestu horfið 1954 úr mörgum reitum.
4. Tilraunir með grastegundir.
Tilraun nr. 13 1952.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Heiti grasteg.: 1953 1954 2 ára föll
Hávingull, Ötofte I 96.2 62.7 79.53 111
Túnvingull, Roskilde 79.0 63.8 71.42 100
Vallarsveifgras, kanadiskt .. 99.8 69.9 84.92 119
Hásveifgras, Ötofte I 106.7 72.5 89.68 126
Línsveifgras, danskt 105.5 74.8 90.19 126
Rýgresi (sildigt), Ötofte II . 56.1 54.0 55.08 77
Axhnoðapuntur, Roskilde I. 47.4 68.7 58.09 81
Vallarfoxgras, Sv. Botnia .. 76.5 79.1 77.83 109
Háliðagras, finnskt 84.1 70.7 77.46 109
Tilhögun þessarar tilraunar er lýst í skýrslum tilraunastöðvanna frá
1951—52, á bls. 13—14. Áburður var hinn sami á þessa tilraun og tilraun-
ina með fræblöndurnar í tilraun nr. 12,1952. Þá er þess að geta, að hvít-
smári og rauðsmári, sem sáð var með þessum tegundum, var allur að heita
mátti dauður 1953, og reyndar mátti segja slíkt hið sama um axhnoða-
puntinn og rýgresið. Þó lifðu báðar þessar tegundir mjög sæmilega bæði
árin í tveimur reitum. Segja má, að um leið og þessar grastegundir eða
aðrar ganga til þurrðar, kemur í staðinn ýmiss konar innlendur gróður,
svo sem língrös, snarrót, túnvingull og sveifgrös. Er því ekki hægt að taka
með í meðaltal aðra reiti en þá, sem eru nokkurn veginn með samfelldum
gróðri af þeirri grastegund, sem upprunalega var sáð. Háliðagrasið var
fremur veigalítið 1953 í samanburði við aðrar tegundir, en það náði sér