Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 25
23
Sáð Komið upp Skriðið Skorið
dags. dags. dags. dags.
Flöjabygg 27/4 15/5 12/7 10/9
Dönnesbygg 27/4 20/5 15/7 10/9
Eddabygg 27/4 15/5 18/7 10/9
Sigurkorn 27/4 20/5 18/7 10/9
Tampakorn 27/4 20/5 18/7 10/9
Svalöv Orion 27/4 20/5 30/7 11/9
Viðarhafrar 27/4 20/5 28/7 11/9
Tilraun þessi var gerð í sams konar landi og 1953, nema hvað 1953
voru kartöflur í landinu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um grómagn og
1000 korna þyngd frá 1954. Hins vegar má telja, að byggið hafi náð við-
unandi þroska, en hafrarnir voru mjög linþroskaðir.
Þegar sáð var í korntilraunirnar 27. apríl, var jörð orðin alveg þíð og
mikið farin að þorna. Er þessi sáningartími með því allra fyrsta, sem hér
getur orðið.
C. Garðyrkjutilraunir.
Tilraun með vaxandi magn af fosfóráburði á kartöflur, nr. 22 1953.
Sterkja Smælki Alls Söluh.kart. Hlutf. Sprungið
% % hkg/ha hkg/ha söluh. í%
a. 1800 kg garðáb., 100 þríf. . . 15.0 12.0 218.9 192.2 100 < 5
b. 1800 kg garðáb., 200 þrif. . . 12.5 12.0 174.5 154.5 81 < 5
c. 1800 kg garðáb., 300 þríf. . . 12.5 13.0 205.6 178.9 93 < 5
d. 1800 kg garðáb., 400 þríf. . . 11.3 12.0 208.9 185.6 97 < 5
Tilraun þessi er gerð í holtajarðvegi, og hefur landið aldrei fengið
húsdýraáburð, en það er búið að rækta í því kartöflur í nokkur ár, en
1952 voru í því gulrófur. Áburðurinn, sem notaður var, var með 10% N,
10% P og 15% K. í tilraunina var notað afbrigðið Gullauga. Reitastærð
var 5 X 6 m = 30 m2. Á milli raða voru 60 cm og 4 kartöflur á meter,
og þeim stungið í hrygg. Samreitir voru 3. Sett var í tilraunina 7. júní.
Tekið var upp 19. og 20. september.
Tilgangurinn með þessari tilraun var að vita, hvort aukaskammtar af
fosfór kynnu að hafa áhrif á það, hversu miklar sprungur kæmu fram í
Gullauga. Uppskera varð ekki mikil í þessari tilraun og heita mátti, að
engar sprungur kæmu fram í tilrauninni, og ekki var hægt að merkja
nokkurn mismun á milli einstakra liða.