Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 27
25
Árangur af þessari tilraun er bæði árin fremur óábyggilegur, enda þótt
segja megi að lítill vaxtarauki fáist fyrir stærri skammt en 1800 kg á ha,
en ég tel samt sem áður hæpið að nota þessar niðurstöður sem áróður
gegn mikilli notkun á áburði í garðlönd.
Tilraun með vaxtarrými á Gullauga, nr. 27,1954.
Sterkja Smælki Alls Söluh. Hlutföll
% % hkg/ha hkg/ha söluh.
a. 2 kartöflur á metra 9.5 8.5 212.5 195.8 100
b. 3 kartöflur á metra 11.5 8.5 256.2 234.3 119
c. 4 kartöflur á metra 10.0 14.0 312.5 268.7 137
d. 5 kartöflu á metra 10.5 14.0 322.9 278.1 142
e. 3 X 2 kartöflur á metra .. 11.0 16.0 362.5 303.1 155
Tilraunin var gerð á stykki V, á Miðtúni. Árið 1953 var korn til þrosk-
unar í landinu. Borið var í landið um 60 tonn á ha af mykju og auk þess
sem svaraði 1000 kg á ha af garðáburði með 10 N, 12 P og 15 K. Reita-
stærð var 1.2 X 10 m. Á milli raða 60 cm. Samreitir eru 4. Kartöflurnar
voru settar í hryggi. Útsæðið var af sömu stærð í alla liði (30—70 g). í
e-lið voru látnar tvær og tvær kartöflur saman, með um 33.3 cm millibili,
eða 6 kartöflur á metra. Sett var niður 1. júní og tekið upp 23. september.
Stærðarflokkun var gerð á uppskerunni, þannig að útsæði kallast það,
sem er 30—70 g, en stórt, það sem er yfir 70 g. Land þetta er mjög frjótt
og hallar á móti suðaustri. Uppskeran var mjög lítið sprungin, og ekki
virtist vera verulegur munur á milli liða. Þó má telja, að nokkru meira
hafi verið sprungið í a- og b-lið, en ekkert af þessari uppskeru var illa
sprungið, eins og oft tíðkast um Gullauga. Sprunguprósentan var þó um
6—8. Stórar kartöflur voru í hkg/ha í a-lið 56.3, b-lið 55.2, c-lið 58.3, d-lið
53.1 og í e-lið 56.2.
í þessari tilraun virðist vöxturinn því meiri, sem þéttara hefur verið
sett niður, og ennfremur verður því meiri prósenthluti af uppskerunni af
útsæðisstærð, sem þéttara er sett niður.
Tilraun með skiptingu á utsæðiskartöflum, nr. 28 1954.
Smælki Alls Stórar Söluh. Hlutf.
% hkg/ha hkg/ha hkg/ha söluh.
a. Kartöflur með 1 auga ... 18.5 191.6 18.7 155.2 68
b. Kartöflur með 2 augum .. 17.5 212.5 21.8 173.9 77
c. Kartöflur með 3 augum .. 12.5 243.7 32.2 212.5 94
d. Kartöflur óskornar 12.0 258.3 45.8 227.1 100