Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 33

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 33
II. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum. árin 1953 og 1954. SIGURÐUR ELÍASSON 1. Veðurfar 1953 og 1954. a) Veðrið 1953. Janúar—april. Tíð var rysjótt þessa mánuði, að vísu ekki köld nema í apríl, en úrkomu- og umhleypingasöm. Mest úrkoma var í marz (145.6 mm), minnst í apríl (56.5 mm). Dagana 17.—21. apríl leysti snjóa af lág- lendi, en nokkur snjór var þó í driftum í apríllok. Mai—september. Þann 2. maí dró til hlýinda, og byrjuðu tún að lifna 6. maí. Voru þó ekki algræn fyrr en 25. maí, enda fremur kalt um miðjan mánuðinn. Úrkoma var nokkuð yfir meðallag, eða 34.1 mm. Klaki í jörðu var fremur lítill, og tók gróður því ört við sér um mánaðamótin. Byrjað var að setja niður í garða 21. maí. Júní var óvenju hlýr (10.4°), og varð spretta því ör. Hófst sláttur 14. júní. Júlí, ágúst og þó einkum september voru hlýir, og þar sem úrkoma var meiri en í meðallagi alla sumarmánuðina, varð spretta með afbrigðum góð, bæði á graslendi og í görðum. Nýting heyja var yfirleitt góð, en mjög mikil sölutregða á garðávöxtum, svo að slíks munu ekki dæmi áður. í Tilraunastöðinni varð þannig að gefa fénu um 130 tunnur af gulrófum og 62 tunnur urðu ónýtar í geymslu suður í Sandvík í Flóa. Október—desember. Tíð var fremur rysjótt í október, en mátti annars heita góð til áramóta og jörð nær klakalaus. b) Veðrið 1954. Janúar—april. Allan janúarmánuð var hagstæð tíð, hitinn langt yfir meðallag (1.5°) og ágætt á jörð. Febrúar var nokkru rysjóttari, en annars mátti veturinn frá áramótum heita með afbrigðum góður, og byrjaði að grænka í skjóli og á nýrækt um miðjan apríl. Jörð var þá næstum klaka- laus orðin. Mai—september. Frá 1.—9. maí var ríkjandi NA-átt og fraus öðru hvoru, en 10. maí hlýnaði aftur, og hélzt góð tíð til maíloka. Hinn 17. maí voru tún orðin algræn, og leit út fyrir að annað met-uppskerusumar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.