Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 33
II. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum.
árin 1953 og 1954.
SIGURÐUR ELÍASSON
1. Veðurfar 1953 og 1954.
a) Veðrið 1953.
Janúar—april. Tíð var rysjótt þessa mánuði, að vísu ekki köld nema
í apríl, en úrkomu- og umhleypingasöm. Mest úrkoma var í marz (145.6
mm), minnst í apríl (56.5 mm). Dagana 17.—21. apríl leysti snjóa af lág-
lendi, en nokkur snjór var þó í driftum í apríllok.
Mai—september. Þann 2. maí dró til hlýinda, og byrjuðu tún að lifna
6. maí. Voru þó ekki algræn fyrr en 25. maí, enda fremur kalt um miðjan
mánuðinn. Úrkoma var nokkuð yfir meðallag, eða 34.1 mm. Klaki í jörðu
var fremur lítill, og tók gróður því ört við sér um mánaðamótin. Byrjað
var að setja niður í garða 21. maí.
Júní var óvenju hlýr (10.4°), og varð spretta því ör. Hófst sláttur 14.
júní. Júlí, ágúst og þó einkum september voru hlýir, og þar sem úrkoma
var meiri en í meðallagi alla sumarmánuðina, varð spretta með afbrigðum
góð, bæði á graslendi og í görðum. Nýting heyja var yfirleitt góð, en mjög
mikil sölutregða á garðávöxtum, svo að slíks munu ekki dæmi áður. í
Tilraunastöðinni varð þannig að gefa fénu um 130 tunnur af gulrófum
og 62 tunnur urðu ónýtar í geymslu suður í Sandvík í Flóa.
Október—desember. Tíð var fremur rysjótt í október, en mátti annars
heita góð til áramóta og jörð nær klakalaus.
b) Veðrið 1954.
Janúar—april. Allan janúarmánuð var hagstæð tíð, hitinn langt yfir
meðallag (1.5°) og ágætt á jörð. Febrúar var nokkru rysjóttari, en annars
mátti veturinn frá áramótum heita með afbrigðum góður, og byrjaði að
grænka í skjóli og á nýrækt um miðjan apríl. Jörð var þá næstum klaka-
laus orðin.
Mai—september. Frá 1.—9. maí var ríkjandi NA-átt og fraus öðru
hvoru, en 10. maí hlýnaði aftur, og hélzt góð tíð til maíloka. Hinn 17.
maí voru tún orðin algræn, og leit út fyrir að annað met-uppskerusumar