Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 34
32
væri í uppsiglingu. Svo varð þó ekki, því bæði var úrkoma í maí lítil
(25.1 mm), og þó júní lofaði góðu fyrstu dagana, brá til mikilla kulda
upp úr 20. júní, og úrkoma varð lítil. Eftir aðfaranótt 22. júní sáust frost-
skemmdir á kartöflugrösum á flatlendi. Júlí og ágúst voru fremur kaldir
og þurrir, og 28. ágúst fraus til skaða í görðum. September var með af-
brigðum þurr og kaldur (úrkoma 10.7 mm, hiti 4.4°). Útkoma sumarsins
varð því sú, að fyrri spretta á túnum var í meðallagi, háarspretta mjög lé-
leg, nema þar sem mikið var borið á, og uppskera úr görðum frá því að
vera tæplega í meðallagi í skjólum og þar sem raki var hæfilegur, niður
í enga uppskeru af þurrum mýrum og flatlendi. Nýting heyja varð ágæt
og heyfengur um meðallag. Miklar fyrningar voru yfirleitt frá fyrra ári.
Október—desember. Tíðin var umhleypingasöm en í meðallagi hlý
þessa mánuði. Var fé víða tekið á hús seinni hluta októbermánaðar og
mikið búið að gefa um áramótin.
Viðvíkjandi veðráttu vísast að öðru leyti til meðfylgjandi töflu um
úrkomu og hita á Reykhólum árin 1949—1954.
Yfirlit um hita og úrkomu á Reykhólum 1953—1954.
1953 Hiti C 1954 1949-54 Úrkoma í mm 1953 1954 1949-54
Janúar CD Ö 1.5 -7-1.1 91.1 73.9 57.9
Febrúar 0.8 -h0.6 4-0.7 76.5 52.1 55.2
Marz 0.4 0.0 -r-0.8 145.6 17.0 45.5
Apríl 1.7 3.5 0.5 56.5 79.4 36.2
Maí 5.5 6.6 4.9 34.1 25.1 26.7
Júní 10.4 8.8 8.7 49.5 34.1 33.9
Júlí 10.3 9.2 10.2 42.2 46.1 46.0
Ágúst 10.6 9.5 9.7 37.2 23.3 41.5
September 8.9 4.4 7.0 106.7 10.7 53.4
Október 3.5 2.9 4.0 81.9 70.1 63.1
Nóvember 1.6 2.2 1.6 89.1 81.4 47.5
Desember 1.7 -7-1.1 4-0.6 105.9 27.8 49.1
Meðaltal allt árið 4.6 3.9 3.6 916.3 541.0 555.9
Meðaltal maí—sept. 9.1 7.7 8.1 269.7 139.3 201.5
Hitam. 1/5-1/10 1397 1180 1245
2. Tilraunastarfsemin
Tilraunastarfsemin hefur verið aukin mikið undanfarin tvö ár.
Nokkrum nýjum tilraunum hefur verið bætt við í Tilraunastöðinni