Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 49
47
Eins og sjá má af þessum uppskerutölum, brást uppskeran svo að segja
alveg, og er af þeirri ástæðu ekki hægt að byggja mikið á þessari tilraun.
Tilraunin var gerð á nokkuð tyrfnum mýrarjarðvegi. Áburður var 2000
kg á ha af garðáburði. Sett var niður 1. júní og tekið upp 16. sept. Ástæðan
fyrir hinni litlu uppskeru 1954 var í fyrsta lagi sú, að seinnipartinn í júní
kom næturfrost, sem skemmdi kartöflugrös allmikið. í öðru lagi gerði
hvassviðri og kulda um mánaðamótin júlí og ágúst, og skemmdust þá
grösin einnig, og í þriðja lagi reyndist landið mjög þurrt.
Athugun d rýrnun nokkurra kartöfluafbrigða veturinn 1952—53.
Rýrnun frá 19/9 ’52 Spírun Einkunn fyrir
til 18/3 ’53 í % var bragðgæði
1. Gullauga 14.8 íítii 7.5
2. Skán 12.2 íítii 4.5
3. Rauðar íslenzkar 21.2 lítil 7.5
4. Red Rose 10.2 lítil 4.5
5. Triumph 13.0 nokkuð mikil 4.5
6. Carcant 13.9 nokkuð mikil 4.5
7. Ben Lomond 11.9 lítil 6.0
8. White Rose 19.9 mikil 3.0
9. Arron Banner 11.9 lítil 3.0
10. Kathadin 11.2 mjög mikil 4.5
11. Priska 10.6 lítil 6.0
12. Svalövs Gloria 14.8 mjög lítil 9.0
13. Blaa Dalsland 22.1 mjög lítil 4.5
14. White Elephant 17.5 lítil 7.5
15. Lehsands Vit 15.6 mjög lítil 7.5
16. Green Mountain 14.3 lítil 4.5
17. Eyvindur (Kerr’s Pink) .. 11.6 nokkuð mikil 1.5
18. Golden Wonder 24.0 lítil 6.0
19. Rogalands Rauður 9.4 lítil 3.0
Fyrir bragðgæði var hæst gefið 10 og minnst 0. Ekki tel ég neitt af
þeim afbrigðum, sem hlotið hafa lægri einkunn en 6.0 fyrir bragðgæði
sé ræktandi, enda þótt þau kunni að gefa sæmilega uppskeru. Uppskeru-
magn þessara afbrigða 1952 er að finna á bls. 29 í Skýrslu Tilraunastöðv-
anna 1951 og 1952.
Meðalrýrnun var 14.7%, og er það langt of mikið. Geymslan var köld
og góð (jarðhús), og geymdust matarkartöflur þar ágætlega að venju.
í einstaka afbrigði, einkum White Rose, bar lítið eitt á rotnun í ein-
staka kartöflu, en ekki gefur það neina viðhlítandi skýringu á hinni miklu
rýrnun, því flest afbrigðin virtust algerlega heilbrigð.