Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 57

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 57
55 Garðrækt var á 1.4 ha, kartöflur 0.3 ha, rófur 1.1 ha. Kartöflumar (um 100 tunnur) seldust allar — það sem ekki var notað til útsæðis og heimil- isins, en eins og áður getur, voru rófur lítt seljanlegar, og varð mikið af uppskerunni lítils virði og sumt minna en einskis virði. Er þar átt við rúmlega 6 tonn, sem komið var í geymslu suður á landi, en reyndist ó- seljanlegt. Kálfluga gerði nokkuð vart við sig. Eyjarnar voru teknar á leigu sem áður, og gáfu þær svipaðan arð og árið 1952. Árið 1954. Veturinn 1953—1954 var á fóðrum 78 ær, 27 gemlingar og 6 hrútar. Byrjað var að hleypa til ánna 1. des., og voru þær allar bornar 20. maí. Ekki bar á „Hvanneyrarveiki“ að þessu sinni, en ein ær drapst af slysförum rétt fyrir burð. Ekkert lamb drapst um sauðburðinn, en þrjú yfir sumarið, og eitt vantaði af fjalli. í ofsaroki í nóvember fóru 11 ær í sjóinn úr eyjum. Af 77 ám (þar af 40 tvævetlur) urðu 29 tvílembdar og tvær geldar. Lömb áttu 19 gimbrar. Meðalfallþungi var 16 kg. í haust voru settar á 40 gimbrar, og vógu þær að meðaltali 41 kg. Með því að reikna með kr. 8.50 á kg lifandi þunga í lambi, og ullina á 12 kr., hefur meðal-„brúttó“-arður af kind orðið 461 kr. (eru þá meðtallar geldu ærnar tvær og þær gimbrar, sem áttu lömb). Fóðureyðsla var ca. 135 kg á kind af töðu og 9 kg af fóðurbæti. Sala lífhrúta er ennþá lítil, því ekkert má flytja út úr héraðinu vegna mæðiveikivarna. Garðar voru aðeins 0.6 ha. Voru þar ræktaðar kartöflur, en uppskera brást að mestu. Túnið — utan tilraunalandsins — var beitt fram í júníbyrjun með fé, en þá slegið, nema 2 ha, sem nokkrar kindur höfðu aðgang að allt sum- arið. Var það einslegið. Helmingur hlunnindanna var framleigður Sigurði Ólafssyni, Reyk- hólum, með sömu kjörum og Tilraunastöðin hefur þau. Vorselveiði var ineð bezta móti og verð á vorskinnum hátt, svo að nettótekjur eftir hlunn- indin urðu með allra bezta móti, enda var ekki kostað til báta eða veiðar- færa á árinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.