Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 57
55
Garðrækt var á 1.4 ha, kartöflur 0.3 ha, rófur 1.1 ha. Kartöflumar (um
100 tunnur) seldust allar — það sem ekki var notað til útsæðis og heimil-
isins, en eins og áður getur, voru rófur lítt seljanlegar, og varð mikið af
uppskerunni lítils virði og sumt minna en einskis virði. Er þar átt við
rúmlega 6 tonn, sem komið var í geymslu suður á landi, en reyndist ó-
seljanlegt. Kálfluga gerði nokkuð vart við sig.
Eyjarnar voru teknar á leigu sem áður, og gáfu þær svipaðan arð og
árið 1952.
Árið 1954. Veturinn 1953—1954 var á fóðrum 78 ær, 27 gemlingar og
6 hrútar. Byrjað var að hleypa til ánna 1. des., og voru þær allar bornar
20. maí. Ekki bar á „Hvanneyrarveiki“ að þessu sinni, en ein ær drapst
af slysförum rétt fyrir burð. Ekkert lamb drapst um sauðburðinn, en þrjú
yfir sumarið, og eitt vantaði af fjalli. í ofsaroki í nóvember fóru 11 ær í
sjóinn úr eyjum. Af 77 ám (þar af 40 tvævetlur) urðu 29 tvílembdar og
tvær geldar. Lömb áttu 19 gimbrar. Meðalfallþungi var 16 kg. í haust
voru settar á 40 gimbrar, og vógu þær að meðaltali 41 kg. Með því að
reikna með kr. 8.50 á kg lifandi þunga í lambi, og ullina á 12 kr., hefur
meðal-„brúttó“-arður af kind orðið 461 kr. (eru þá meðtallar geldu ærnar
tvær og þær gimbrar, sem áttu lömb). Fóðureyðsla var ca. 135 kg á kind
af töðu og 9 kg af fóðurbæti. Sala lífhrúta er ennþá lítil, því ekkert má
flytja út úr héraðinu vegna mæðiveikivarna.
Garðar voru aðeins 0.6 ha. Voru þar ræktaðar kartöflur, en uppskera
brást að mestu.
Túnið — utan tilraunalandsins — var beitt fram í júníbyrjun með fé,
en þá slegið, nema 2 ha, sem nokkrar kindur höfðu aðgang að allt sum-
arið. Var það einslegið.
Helmingur hlunnindanna var framleigður Sigurði Ólafssyni, Reyk-
hólum, með sömu kjörum og Tilraunastöðin hefur þau. Vorselveiði var
ineð bezta móti og verð á vorskinnum hátt, svo að nettótekjur eftir hlunn-
indin urðu með allra bezta móti, enda var ekki kostað til báta eða veiðar-
færa á árinu.