Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 58

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 58
III. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum. árin 1953 og 1954. KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON 1. Yfirlit um tíðarfarið 1953—1954. a. Árið 1953. Veturinn frá nýári fram að apríl var yfirleitt hlýr, snjóar litlir og úr- koma yfir meðallag. Fremur hægviðrasamt í janúar og febrúar, en mjög veðrasamt í marz með suðvestan og sunnanátt. Vorið (apríl—maí) var kalt í byrjun en hlýnaði skjótt í maí. í apríl var vægt frost flesta daga og hiti því neðan við meðallag. Jarðvinnsla hófst síðustu dagana af apríl. Jörð var að mestu klakalaus eftir hlýviðrasaman vetur. Maí í meðallagi hlýr, fremur þurrviðrasamur, svo að gróðri fór ekki vel fram. Kornsáning hófst 3. maí og var lokið um 9. sama mán. Kýr voru fyrst látnar út 21. maí, en þá var lítill hagi. Sauðburður gekk vel, því veður var oftast þurrt og milt með töluverðu sólfari. Kartöflur voru settar niður 15,—30. maí. SumariÖ (júní—september). Snmarið allt var fremur hagstætt. Júní var hagstæður öllum gróðri. Víða var komin góð slægja á tún 15.—20. júní, en þá gerði votviðri, er héldust til 7. júlí. Var þá víða byrjaður sláttur og nokkuð úr sér vaxið þar sem beðið var eftir þurrara veðri. Eftir 7. júlí varð hin hagstæðasta heyskapartíð, með góðum hita og sólfari miklu. Náð- ust þá töður allar, þar sem slegið var í júlí og ekki hafði verið vorbeitt. Bygg skreið með fyrra móti, um 10. júlí, og hafrar viku síðar. Ágúst var einnig hlýviðrasamari, tíðari úrkoma, en þó oft góðir þurrkar. Varð svo, að hey náðust með góðri nýtingu annað slagið, og víða alhirt öll hey í mánuðinum. Bygg varð fullþroska í ágúst og þá uppskorið síðustu daga hans. Grasfræ þroskaðist einnig með allra fyrsta móti. Septembermánuður var einnig yfir meðallag hlýr, en talsvert votviðrasamur, svo að erfiðlega gekk með upptöku kartaflna og fór svo, að ekki náðust þær upp fyrr en eftir septemberlok. Uppskera varð mikil og góð, svo að með einsdæmum má kalla, enda tíðin einmuna hagstæð frá því í maí og fram að 20. sept. Sumarið allt var með ágætum fyrir vöxt allan og gróðurnýtingu. Haustið (október—nóvember) má telja eitthvert hið óhagstæðasta um langt árabil. Úrkoman var gegndarlaus og næstum þreföld á við meðallag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.