Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 81
79
Fyrir tilraun I og II var vaxtartíminn árið 1953 122 dagar en árið
1954 121 dagur. Hitamagn C var 1414.1° árið 1953 en 1268.2° árið 1954.
Regnmagn árið 1953 347.3 mm en árið 1954 255.4 mm.
3. Starfsskýrsla 1953 og 1954.
Auk tilraunanna hefur, sem að venju, verið rekinn nokkur búskapur.
Á búinu eru nú 20 kýr, 1 kvíga og 7 kálfar. Rekstur kúabúsins undan-
farin 2 ár hefur verið með talsverðum vanhöldum vegna júgurbólgu, en
fer nú batnandi. Hefur þetta, sem að líkum lætur, haft áhrif á mjólkur-
magn það, sem selt er frá búinu, og þessvegna búið verið rekið með
nokkrum reikningslegum halla. Eru þar þó innifaldar heybirgðir, um
400 hestar, sem eigi hefur verið hægt að lcoma í verð.
Hrossaeign búsins er nú aðeins þrír dráttarhestar, og eru þeir lítið
notaðir, því að vélavinna er nú eingöngu notuð.
Byggingaframkvæmdir hafa engar verið. Aðeins nokkurt viðhald á
eldri byggingum.
Verkfæraeign búsins hefur aukizt talsvert. Keyptur hefur verið Ford-
son Major dísiltraktor, 36 ha, ásamt heyýtum, ein múgavél, einn sjálf-
bindari, einn hitaskápur, heyvagn á gúmmíhjólum o. fl., og var varið til
þessa rúmlega kr. 80.000.00. Þótt þessi verkfæri hafi verið keypt, þá vant-
ar þó nokkuð af verkfærum og vélum enn, svo að vel sé, t. d. heyhleðslu-
vél og súgþurrkunartæki í hlöður fyrir kom og hey.
Ræktunarland stöðvarinnar árið 1953 var eins og yfirlitið hér sýnir:
Tún: 38.0 ha, 1100 hestar taða, 87 hestar kjarnhey.
Kartöflur: 1.4 ha, 240 tunnur.
Bygg: 6.0 ha, 60 tunnur bygg, 100 hestar hálmur.
Hafrar: 5.0 ha, 50 tunnur hafrakorn, 100 hestar hálmur.
Grænfóður: 1.0 ha, 60 hestar grænfóður þurrt.
Grasfræ: 1.0 ha, 100 kg. grasfræ, 40 hestar hálmur.
Árið 1954:
Tún: 40.0 ha, 1100 hestar taða, 123 hestar í kjamhey.
Kartöflur: 0.8 ha, 130 tunnur.
Bygg: 4.0 ha, 60 tunnur byggkorn, hálmur 100 hestar.
Hafrar: 7.0 ha, 65 tunnur hafrakorn, hálmur 100 hestar.
Grænfóður: 1.2 ha, 50 hestar þurrt.
Grasfræ: 1.5 ha, 50 hestar hálmur, 350 kg fræ.
Útengjaheyskap er nú hætt með öllu.