Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 82
80
Túnræktin hefur aukizt um 2 ha bæði árin, og hefur töðufall tún-
anna lítið aukizt við það, þar sem ekki er borinn áburður nema mjög
takmarkað á l/3 hluta túnanna, sem aðallega eru notuð til beitar fyrir
nautpening búsins. Hins vegar mætti auka heymagnið mikið með aukn-
um áburði, ef á þyrfti að halda til stærri búreksturs, en til þess vantar
byggingar. Á þeirri ræktun, sem hér er orðin, mætti hafa allt að helm-
ingi stærra bú, en til þess skortir fjármagn. Mundi það eflaust borga sig
betur, ef þessi skilyrði væru nýtt að fullu í stað þeirrar bústærðar, sem nú
eru húsakynni fyrir.
Kartöflurœktin. Hún hefur, eins og undanfarin ár, verið auk tilrauna
framleiðsla á stofnútsæði af Gullauga og Ben Lomond. Fyrra árið mis-
tókst stofnræktin vegna sjúkdóma (aðallega stöngulveiki), en síðara árið
var fengið útsæði frá Akureyri til framleiðslu hér á tilraunastöðinni.
Reyndist það vel sl. sumar. Kartöfluuppskeran árið 1953 varð mikil, en
seldist ekki, eins og víðar, nema að örlitlu leyti. Uppskeran 1954 varð all-
góð að vöxtum og ágæt að heilbrigði og er nú seljanleg.
Kornrœktin. Hún hefur aðallega verið á svipaðri landstærð bæði árin.
Uppskeran haustið 1953 varð með talsverðum vanhöldum vegna votviðra
í september og október. Urðu úti um 2 ha af hafrakorni sem aldrei náðist,
og sumt af því, sem uppskorið var, skemmdist vegna vætu. Uppskeran
hefur því orðið minni, komin í hlöðu, en efni stóðu til, því að akrarnir
voru víða vel vaxnir og með góðu og vel þroskuðu korni.
Sumarið 1954 varð uppskera einnig tæplega í meðallagi að vöxtum,
og kom hér til að hafrarnir í sandgirðingu stöðvarinnar ódrýgðust tölu-
vert vegna grágæsa, er sóttu í kornið fullþroskað, og svo varð einnig
vöxtur þar minni en venjulega vegna vorkulda og þurrka. Bæði árin var
sáningu lokið um 9. maí, og þroskun varð síðast í ágúst fyrir bygg, en um
miðjan september fyrir hafra. Eins og að undanförnu hefur stöðin selt
korn til þroskunar til þeirra, sem áhuga hafa fyrir kornrækt en hafa ekki
útsæði af eigin ræktun.
Vorið 1953 var selt í 23 staði 3620 kg bygg og hafrakorn og vorið 1954
4247 kg á 14 staði. Er hér meðtalið útsæði það, sem notað var í tilrauna-
stöðinni. Áhugi manna virðist ekki vera almennur fyrir því, að auka
kornrækt þrátt fyrir það, að hún getur verið hagkvæm víða í veðursælli
sveitum landsins. Er og heldur ekkert gert af hendi þess opinbera til
stuðnings því, að framleiðsla á korni geti orðið almenn, þar sem hún á
við á annað borð.
Grasfrœrcektin hefur verið lítil bæði árin, því vegna anna við tilraunir
er nú erfiðara en áður að fást við grasfrærækt. Kemur hér og til stöðugt
hækkandi kaupgjald og skortur á verkafólki. Frærækt hefur verið á rúm-
um 1 ha hvort ár um sig, og nú sl. vor var aukið við l/2 ha. Uppskera