Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 85
IV. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Skriðuldaustri.
árin 1953 og 1954.
JÓNAS PÉTURSSON OG ÓLAFUR JÓNSSON
1. Veðurfar 1953 og 1954.
a. Árið 1953.
Janúar var mjög hagstæður, frostalítill, lengst af auð jörð og ágætis
hagar, úrkomur óvenjulitlar og stillt veður, svo að sjaldgæft má teljast í
janúar. Aðeins tvo síðustu dagana var grimmdar veður, norðan og norð-
austan stormur og frost 8—12°.
Febrúar var í meðallagi. Mjög breytileg veðrátta, frostalítið, en nokk-
ur snjór kom í kringum þann 20. Stórrigning var aðfaranótt hins 8. og
fram eftir degi, og var úrkoman í þeirri lotu 48 mm. Slydda var í lokin,
og gerði haglítið um tíma.
Marzmánuðnr var mjög hlýr til 24. eða góuloka, en þá skipti snögg-
lega um og gekk í frosthríðar með allmikilli snjókomu til mánaðarloka,
en einkum þann 28. Góan var hins vegar, sem fyrr segir, óvenju hlý en
allstormasöm. Þann 8. marz gerði vestan ofsaveður með blindbyl, en það
stóð mjög stutt, ca. tvær stundir það versta. Þök fuku þá af þremur hlöð-
um í Fljótsdal. Hlýindin voru svo mikil, að gróðurnál var að koma fyrir
hinn 20. og snjólaust mátti heita neðan 200 m hæðar. En það fór sem
venjulega um þennan góugróður, að hann varð skammær.
Apríl varð einhver sá kaldasti, sem menn muna. Samfelldur frosta-
kafli fram til hins 17. og oft hríðar og látlausir norðannæðingar. Hlýindi
og mikil leysing var frá 17. til 25., en síðustu vikuna samfelld norðan
harðviðri með 3—5° frosti lengst af. Kom talsvert frost í jörð í mánuð-
inum, en hún mátti heita ófrosin í marz. Segja má, að apríl hafi tekið út
inneign vetrarins af góðri tíð frá janúar—marz.
Mai var fremur hagstæður; kuldar voru 10,—18., en eftir það stillt og
milt, og miðaði gróðri allvel. Þó gat tæpast talizt sauðgróður í mánaðar-
lokin. Byrjað var að setja niður kartöflur í garða síðast í mánuðinum, og
var þó enn klakaskán í jörðu.
Júnímánuður var eindæma góður. Þó heldur þurr fyrri hlutann, en
nokkrir úrkomudagar kringum þann 20., er gjörbreyttu grasvexti. Gras
6*