Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 87

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 87
85 fram að jólum og fádæma vatnsflóð um miðjan mánuðinn, þau mestu í hálfa öld. Að morgni hins 12. var meginhluti af nesinu hér undir vatni. Hinn 16. og 17. des. gerði mjög snörp suðvestan- og vestan veður. T. d. tókst þá upp með rótum gömul tvístofna reyniviðarhrísla á Valþjófsstað. Jarðvegur var orðinn jafnvel ennþá blautari en rigningasumarið 1950. Var allt bókstaflega víða á floti. Sauðfé gekk víða úti og var alls staðar lítið gefið. Árferðið var í heild sinni talið ágætt árið 1953. b. Veðrið 1954. Janúar og febrúar voru með mildri veðráttu, oft hlákur og aldrei skörp frost. Snjólaust var lengst af. Nokkur snjór kom eftir miðjan janúar og aftur í lok febrúar. Rigningar voru aftur á móti allmiklar, t. d. stór- úrfelli 21. jan. og 16. febr. í síðara skiptið urðu miklar skemmdir á þjóð- veginum í Fljótsdal. Jörð var nær klakalaus. Oft voru blíðuveður og fén- aði mikið beitt, en hagar léttir. Marz var góður. Hinn 5. mokaði niður geysimiklum lognsnjó, um 50 cm djúpum. Var þetta eini eiginlegi vetrarkaflinn, sem kom. Hinn 12. marz hlánaði, og voru ágæt veður úr því flesta daga mánaðarins, sól á daginn en frostkali um nætur og hæg veður. Mikil hlýindi og rigning var síðustu 4 dagana og snjór að verða horfinn úr byggð í lok mánaðarins. Apríl var einhver sá allra bezti sem hugsazt getur. Nokkuð rigninga- samt var fyrri hlutann. Frá 20.—28 var einstök veðurblíða, enda var loft- vogarstaða einhver sti hæsta, sem kemur. Hiti fór margra daga í 13—14° C, og tók jörð mjög að gróa. Tvo síðustu dagana skipti um til norðanáttar með nokkru frosti og kuldanæðingi. Maí. Kuldakafli hélzt fram til 10. maí, en þá hlýnaði, og úr því var ágætis veðrátta í maí, með óvenju jöfnum og miklum hita. Dálítið rigndi síðustu viku mánaðarins, og jók það mjög gróður, en hann var orðinn fágætlega mikill í maílok. Birki tók að laufgast um 20. og var allaufgað viku síðar, enda nægur sauðgróður kominn á sauðburði, sem hófst úr 20. maí. Verður á engan hátt kosin ágætari sauðburðartíð, og hélzt hún fram eftir júní til loka sauðburðar, og þá ennþá þurrari og helzt til þurrt fyrir allan gróður. Júni. í byrjun mánaðarins mátti Fljótsdalsheiði heita snjólaus og var gróður kominn um hana alla, sem mun vera nær einsdæmi. Sláttur hófst víða um 20. júní, en óþurrkakafli var frá 18. og fram undir lok mánað- arins, sem dró nokkuð úr mönnum að slá. Fyrstu tilraunareitirnir voru slegnir hér 2. júní, en aðallega frá 11.—16. júní. Fyrri hluti júní var mjög góður, en síðari hlutinn kaldari og ekki í meðallagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.