Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 93
91
og hafði þá grasið náð yfirhöndinni. Tilraunin var slegin aðeins einu
sinni 1953, 1. sept., en hins vegar tvíslegin árið 1954.
Tilhögun er hin sama og í sams konar tilraun, sem byrjað var á 1950
á Akureyri og lýst er á bls. 20 í skýrslum Tilraunastöðvanna frá 1951 og
1952.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 14 1953.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/lia: 1953 1954 2 ára föll
a. Enginn áburður 77.6 20.6 49.12 95
b. 90 P, 0 K, 90 + 45 = 135 N .. 84.7 88.0 86.37 166
c. 30 P, 40 K, 30 + 15 = 45 N . . 60.7 43.4 52.05 100
d. 60 P, 80 K, 60 + 30 = 90 N .. 74.8 64.6 69.74 134
e. 90 P, 120 K, 90 + 45 = 135 N 83.9 81.8 82.88 159
f. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N 92.0 88.7 90.39 174
Þessi tilraun er gerð á sáðsléttu í Skriðutanga. Sams konar land og nr.
24 1954, sem er dálítið tyrfin jörð, blönduð mjög miklum fínum fok-
sandi og leir frá Jökulsá. Sáð var í landið í júlíbyrjun 1952 og eingöngu
notaður tilbúinn áburður. Tilhögun að öðru leyti er öll hin sama og í
sams konar tilraunum á hinum stöðvunum, sbr. tilraun nr. 13 1953 á
Akureyri, nema a-liður fékk N-áburð 1953 (90 kg N).
2. Tilraunir með grasfræblöndur.
Tilraun með sjö grasfrœblöndur, nr. 10 1952.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Nr. á blöndu: 1953 1954 2 ára föll
Blanda nr. 1 84.9 99.5 92.22 100
Blanda nr. 2 78.8 96.9 87.85 95
Blanda nr. 3 81.3 103.3 92.34 100
Blanda nr. 4 94.6 99.3 96.98 105
Blanda nr. 5 86.5 95.7 91.12 99
Blanda nr. 6 89.8 106.0 97.93 106
Blanda nr. 7 75.1 104.2 89.66 97
Tilhögun er þessi: Tilraunaliðir eru 7. Samreitir 4. Uppskerureitir
20 m2. I tilraunina var sáð 1952, og er greint frá því í skýrslum Tilrauna-
stöðvanna 1951 og 1952 á bls. 71. Samsetningin á fræblöndunum er hin
sama og frá er greint á skýrslu frá Reykhólum á öðrum stað í þessu riti,
og er því ekki ástæða til að gera grein fyrir samsetningu þeirra hér.