Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 102

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 102
100 Enn er látið í timburgryfjuna, er gerð var óþurrkasumarið 1950. Leigðar slægjur voru 150 hestar. Kartöfluuppskera varð mjög léleg, og skemmdist auk þess nokkuð af henni í frosti. Áætla ég nothæfa uppskeru ca. 15 tunnur. Rófur fengust ca. 12—15 tunnur en voru yfirleitt smáar. Stofnútsæðis- ræktunin hér var lögð niður á þessu ári, og framhaldsræktunin hér austan lands einnig. Hvítkál og blómkál varð að engu gagni, en gulrætur spruttu allvel í gömlum kartöflugarði, og grænkál og annað grænmeti sæmilega. Kálmaðks varð allmikið vart 1953, en mjög lítið 1954. Afurðirnar. Kúamjólk nam á árinu 1953 alls 14.236 kg. Á árinu 1954 nam kúamjólkin 14.360 kg. Um vorið 1953 fæddust 388 lömb, en 23 af þeim fórust. Á fjall fóru því 365 lömb. Þar af voru 73 undan gimbrum. Meðalfallþungi slátraðra lamba var 13.77 kg. Ull vó alls 600 kg. Meðalvigt á lífgimbrum 20. okt. var 38.8 kg. Vorið 1954 fæddust 514 lömb, þar af 90 undan gimbrum, en alls fór- ust 36 lömb. Bar nokkuð á lambablóðsótt, einkum í gimbralömbum, þrátt fyrir bólusetningu mæðranna. Á fjalli voru því 478 lömb. Meðalfallþungi sláturlamba var 13.36 kg. Ull varð alls 938 kg. Meðalvigt á lífgimbrum 8. nóv. var 36.5 kg. Starfsfólk var álíka margt og að undanfömu. Frú Anna Jósafatsdóttir var ráðskona bæði árin. Fjármenn voru fyrri veturinn Jón Jónsson og Guðmundur Guðmundsson, en síðari veturinn Jón Jónsson og Jónas Þor- steinsson. Jón Jónsson hafði hér sérheimili með fjölskyldu sinni frá því haustið 1952 til vors 1954. Kýr og hesta annaðist fyrri veturinn Ingvi Ing- ólfsson, en þann síðari Stefán G. Sveinsson. Á sumrin voru 12—15 manns í heimili. C. Ýmsar upplýsingar og athuganir 1953 og 1954. Hinn 20. júlí 1954 fékk ég að láni hið nýja tæki Sveins bónda á Egils- stöðum, Sláttukónginn svonefnda. Var slegið með honum stykki í Tang- anum, eins og tveggja ára sáðslétta, og kúffylltar báðar votheyshlöðurnar við fjárhúsin. Jón Sveinsson vann með „kónginn“, en notuð var til að knýja hann hin nýja dráttarvél búsins, David Brown. Vélin slær, saxar og blæs upp á bíl eða vagn. Tækið var flutt á milli á bíl. Saxaða heyið er ágætlega verkað, þrátt fyrir það, að grasið var allblautt, er slegið var. Er hér tvímælalaust um mjög hagkvæma heyskaparaðferð að ræða. Hér var framkvæmd fóðurtilraun á lembdum gemlingum veturinn 1953—1954. Voru hafðir tveir flokkar, 70 lömb í hvorum, og alin mis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.