Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 7
GROÐURKORTIN Útivinna við gróðurkortalagninguna hefur frá upphafi þessara rannsókna verið framkvæmd á sama hátt. Notaðar hafa verið loftmyndir af landinu í mælikvarðanum 1:30000 til 1:35000. Myndirnar eru yfirleitt svo skýrar, að á þeim sjást glögglega mörk milli gróins og ógróins lands og jafnvel milli smærri gróðureininga, gróðurhverfanna. Engu að síður er farið um allt það svæði, sem hver mynd nær yfir, áður en mörk eru dregin. Á myndunum er greint milli einstakra gróðurhverfa, og ógróið land er flokkað í mela, grjót, hraun, moldir, sanda, vikra og áreyrar. Við gróðurgreininguna eru gróðurhverfin ákvörðuð með sjónhendingu, en ekki með mælingum. Enda þótt slíkt mat sé háð persónulegum annmörk- um, gefur það viðunandi nákvæmni og samræmi milli einstaklinga með mikilli æfingu. Fyrir kemur, að gróðurhverfin eru svo samfléttuð, að ekki er unnt að greina á milli þeirra, og eru þau þá merkt á kortinu í sömu röð og stærðarhlutfall þeirra innbyrðis segir til um. Gróðurkortin eru sett saman eftir loftljósmyndunum á grundvelli amerískra grunnkorta í mælikvarðanum 1:40000, og eftir þeim er flatar- mál gróðurlendanna mælt. Rof eru algeng í íslenzkum gróðurlendum, einkum á þurrlendi, og eru þau algengari á hálendi en láglendi. Rofin eiga sér margar orsakir: Upp- blástur, frosthreyfingar, jarðvegsskrið á hallandi landi, vatnsrennsli o. fl., og á landi, sem er að gróa upp, þekur gróður ekki allt yfirborðið. Á gróð- urkortunum er hvert gróðurhverfi merkt með sérstökum bókstaf og númeri, og táknað er með bókstöfunum X, Z, Þ, hversu þétt gróðurhulan er. Standi X með merki gróðurhverfisins, táknar það, að allt að % af yfirborðinu sé ógróið, Z táknar, að %-—-'a sé ógróið, og Þ táknar, að meira en % yfirborðsins er ógróið. Við útreikninga á flatarmáli af kortunum er tekið tillit til þessa með tilsvarandi frádrætti. FLOKKUN GRÓÐURLENDA Almennt yfirlit Hvar sem litið er yfir gróið land sést, að tilteknar plöntutegundir vaxa á tilteknum svæðum. Við nánari athugun verður ljóst, að hvarvetna, þar

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.