Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 34

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 34
32 sér grein fyrir, hver jafnvægisgróður landsins raunverulega er. íslenzkar rannsóknir á þessu sviði eru enn af skornum skammti, og óvíða eru gróðurlendi, sem vissa er fyrir, að hafi ekki raskazt af ofbeit eða öðrum orsökum á síðari tímum. Nokkur gróðurlendi má þó vafalítið telja stöðug, en það eru votlendi, snjódældir, graslendi og blómdældir. Votlendisgróður hefur sennilega ekki verið svo mikið bitinn hér á landi, síðan skógana leið, að jafnvægi hans hafi raskazt af þeim völdum (J. B. Campbell, 1954). í votlendinu eru þó gróðurhverfi, sem ekki eru stöðug. Flárnar, sem að framan er getið, eru óðum að breytast vegna hlýnandi loftslags undanfarinna áratuga. Frostið hefur verið að hverfa úr þeim, rústirnar falla saman og flárnar þorna. Við það verða þurrlendistegundir, t. d. stinnastör, þursaskegg og smárunnar, ríkjandi, og oft hefur þessi gróðurbreyting í för með sér, að flárnar blása upp. A svipaðan hátt verður þróunin í mýrum, sem þorna vegna ífoks eða náttúrulegrar framræslu. Þær breytast yfirleitt fyrst í stinnastararmóa, sem getur með tímanum orðið graslendi, kvistlendi, þursaskeggs- eða móasefsmóar. Nýgræður og sennilega stinnastarargróðurlendi eru óstöðug, en ekki er grundvöllur til að fullyrða, á hvaða stigi önnur gróðurlendi eru. Ein- hver gróðurhverfi mosaþembunnar og kvistlendisins eru líklega stöðug, en önnur ekki, og eins og getið var um í gróðurlýsingu Hrunamanna- afréttar er hluti mosaþembunnar þar a. m. k., nýgræður. BEITARGILDI AFRÉTTANNA Afréttirnir hafa um aldaraðir verið undirstaða sumarbeitar íslenzks sauð- fjár og eru það enn, en vitneskja um beitargildi úthagagróðurs og beitar- þol einstakra afrétta hefur verið mjög af skornum skammti. Undanfarin 5—6 ár hafa þó verið gerðar hér víðtækar rannsóknir á plöntuvali sauð- fjár og gildi íslenzkra úthagaplantna fyrir beit, og eru fyrir hendi all- miklar niðurstöður um þau efni (I. Þorsteinsson, 1964, I. Þorsteinsson, G. Ólafsson 1965). í ljós hefur komið, að plöntuvalið er á margan hátt öðruvísi en álitið hefur verið til þessa, og að ýmsar plöntutegundir, sem taldar voru góðar til beitar, hafa sáralítið gildi fyrir sumarbeit. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli á þann veg, að frá því að spretta hefst í úthaga á vorin og fram á haust bítur sauðfé langmest af grösum. Þau ár, sem rannsóknirnar hafa verið gerðar, hefur grasmagnið verið 60—80 prósent af því, sem bitið var um sumartímann. Auk grasa er stinnastör á þurrlendi töluvert

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.