Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 11
9
um. En mest ber þó á ætihvönninni, sem oft verður nær einn metri að
hæð. Þessi gróðurlendi eru ætíð lítil að flatarmáli.
9. Jaðar. (T\—T4). Á mótum þurrlendis og votlendis verður sérstakt gróð-
urlendi, sem jaðar kallast. Venjulega er hann lítill að flatarmáli og gróð-
urfélögin óstöðug. Jarðvegur er oftast djúpur, yfirborðið stundum nær
slétt, en oftar þó þýft. Helztu einkennistegundir eru mýrelfting og
hiossanál, og stundum hálmgresi. Oft vaxa smávaxinn gulvíðir, stinna-
stör og ýmis grös í jaðrinum.
10. Mýri. (U4—U4Í). Mörkin milli þurrlendis og votlendis verða oft óskýr
á hálendinu. Fer það eftir staðháttum og úrkomumagni einstakra ára.
Stundum geta mýrarnar þornað mjög í þurrkasumrum, og þegar margar
plöntutegundir þurrari mýrasvæða verða hinar sömu og í mólendinu, er
munurinn oft lítill. Hálendismýrin er sjaldan verulega þýfð. Mosi er
jafnan mikill, og jarðvegur er misjafnlega djúpur. Algengasta tegund
mýranna er stinnastör. Myndar hún gróðurhverfi með hengistör eða
broki, þar sem mýrin er blautust, en með fjalldrapa, bláberjalyngi eða
grávíði á þurrari stöðum og nálgast þá oft heiðagróðurinn. Á lægri svæð-
um í hálendinu kemur mýrastör oft í stað stinnastarar, en fylgitegundir
eru flestar þær sömu. Þar sem jarðvatn er á hreyfingu eða rauðleir í
jarðvegi, verður gulstör oft ráðandi tegund, og einnig getur mýrelfting
orðið ríkjandi í gróðri mýrarinnar. Smávaxinn gulvíðir er stundum ein-
kennistegund ásamt stinnastör.
11. Flói. (Vi—V4). Flóinn er blautasta gróðurlendið, og flýtur þar vatn
yfir jarðvegi að minnsta kosti nokkurn hluta ársins. Þar sem blautast
er í flóanum, er mosi lítill, en stundum rotskellur. Yfirborð flóans er
slétt að mestu og jarðvegur djúpur. Algengastur er brokflóinn, en þar
er jarðvatnið staðnað. Næstur að víðáttu er tjarna- eða ljósastararflóinn.
Þar getur landinu hallað smávegis, og er vatnið ekki algerlega kyrrstætt.
Tegundir eru heldur fleiri en í brokflóanum, en bæði þessi gróðurfélög
eru mjög fáskrúðug. í flóanum eru oft allstórir blettir með hengistör.
Einnig getur gulstör orðið ríkjandi, einkum þar sem framburður áa eða
lækja fyllir vötn, t. d. sums staðar í Þjórsárverum.
Loks ber að geta flánna með fáum orðum. Þær eru flatir mýraflákar,
þar sem frost fer naumast úr jörðu. í flánum eru mjög stórgerðar þúfur,
„rústir“, oft eins til tveggja metra háar og jafnvel tugir fermetra að
flatarmáli. Á þúfnakollunum eru oft blásin rof, stundum kvistlendi,
mosaþemba eða fléttubreiður. Á þúfnajöðrunum getur verið kvistlendi
af ýmsu tagi, en í dældunum stinnastarar-, grasvíði-mýri eða brokflói.
Stundum eru breiður af tjarnastör, einkum fram með tjörnum, sem eru