Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 35
33
bitin og einnig tvíkímblaða blómjurtir, þar sem þær eru fyrir hendi. Þær
eru hins vegar að mestu horfnar úr íslenzkum beitilöndum, eins og að
framan greinir, nema lágvaxnar tegundir, sem sauðfé nær illa til. Blóm-
lendi er naumast lengur nema í friðuðu landi.
Aðrar tegundir hálfgrasa og kvistgróður eru sáralítið bitnar um sumar-
tímann.
I september — október verður yfirleitt sú breyting á plöntuvalinu, að
grasmagnið í fóðrinu lækkar að jafnaði í 40 prósent eða um nær helming,
og helzt síðan lítið breytt fram á vor. Magn kvistgróðurs, sem er að
meðaltali 5 prósent af fóðrinu um sumartímann, hækkar í 50—60 prósent.
íslenzkir afréttir eru nær eingöngu nýttir mánuðina júní—september,
og frá beitarsjónarmiði er æskilegt, að þeir séu grónir plöntutegundum,
sem sauðfé sækist eftir á þeim tíma. Samkvæmt því, er að framan greinir
um plöntuval, ákvarðast gæði afréttanna því öðru fremur af grasmagni
þeirra.
Tafla 7 sýnir, að graslendi er aðeins lítill hluti af hinu gróna landi,
og er nokkur munur á afréttunum, hvað þetta áhrærir. í heild eru aðeins
um 2 prósent af gróðurlendi svæðisins milli Þjórsár og Hvítár — Jökul-
falls graslendi. Með hliðsjón af því getur svæðið ekki talizt gott beitiland.
Undanfarin fimm ár hafa verið gerðar víðtækar mælingar á uppskeru-
magni allra þeirra gróðurhverfa, sem fram hafa komið við kortlagningu
afréttanna. Á grundvelli þessara mælinga, rannsókna á plöntuvali sauð-
fjárins og fóðurgildi (meltanleika og efnainnihaldi) beitargróðursins
hefur verið sett upp einkunnarkerfi, á sviðinu 1—10, þar sem hverju gróð-
urhverfi er gefin einkunn eftir beitargildi. Graslendi (H,) er gefin hæsta
einkunn, eða 10, og eru einkunnir annarra gróðurhverfa reiknaðar út
frá því.
Við einkunnargjöfina er ákveðið, að ekki sé fjarlægt með beit meira
en 50 prósent af ársuppskeru beztu beitarplantnanna. Er þetta byggt á
erlendum rannsóknum á úthagabeit, sem gerðar hafa verið víðs vegar
um heim og sýna, að sé gengið nær gróðrinum, hverfa beztu beitarplönt-
urnar smám saman úr gróðurlendunum. Litlar rannsóknir hafa verið
gerðar á þessu hér á landi, og verður því að byggja á erlendum niðurstöð-
um. Ekki er ástæða til að ætla, að hér megi ganga nær gróðrinum en
talið er hæfilegt við betri gróðurskilyrði í öðrum löndum. Niðurstöður
þær, sem rætt er um í þessu riti, sýna, að stefna þarf að því að stórauka
grasmagnið í íslenzkum úthögum.
Samkvæmt rannsóknum er gert ráð fyrir, að 10 prósent af uppskeru
kvistgróðurs sé bitið og að jafnaði 30 prósent af uppskeru votlendis.
Uppskera af þursaskeggi, móasefi og hrossanál er dregin frá í þeim
gróðurhverfum, þar sem þessar tegundir eru ríkjandi, áður en einkunn er
reiknuð út, því að þær eru lítið sem ekkert bitnar.