Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 38

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 38
36 skilyrða en annar úthagagróður, svo að jafnvel í mestu þurrkasumruni er þar sjaldan rakaskortur. Flóinn (Vj.'—V4) hefur háa einkunn vegna mikillar uppskeru, þótt áætl- að sé, eins og að framan greinir, að aðeins 30 prósent af henni sé að jafn- aði fjarlægt með beit. Ljósastararflóinn fær lægri einkunn en hann ætti að fá samkvæmt uppskeru, en hún er með því mesta, sem gerist í íslenzk- um úthögum. En hann er minna bitinn en annað votlendi vegna þess, hve ljósastörin er stórgerð og flóinn oft illfær vegna bleytu. Mýrarnar hafa lægra beitargildi en flóinn, nema mýrastararmýrin (U3), sem er algengust á láglendi og gefur mun meiri uppskeru en stinna- stararmýrar hálendisins. Kvistlendi hefur yfirleitt lítið beitargildi, en þó ekki undantekningar- laust. Þrjú gróðurhverfi þess hafa háa beitareinkunn: Birki- og gulvíði- kjörr (C4 og D5), þar sem ýmsar grastegundir eru ríkjandi undirgróður, og grasríkir fjalldrapamóar (C2). Fjöldi beitareininga er mestur á Hrunamannaafrétti, enda er gróður- lendi hans um þriðjungi víðáttumeira en hvors hinna afréttanna. Sé hins vegar reiknaður út fjöldi beitareininga á hvern hektara gróins lands, kemur í ljós, að hann er nær hinn sami á öllum afréttunum: Á Hruna- mannaafrétti 3.0, á Flóa- og Skeiðamannaafrétti 3.0 og á Gnúpverjaafrétti 3.1, og eru þetta beitareinkunnir afréttanna. Niðurstaðan er því sú, að meðalbeitargildi hverrar flatareiningar gróins lands er það sama á afréttunum þremur, þrátt fyrir ólíkt gróðurfar þeirra. Á Hrunamannaafrétti er um 19 prósent hins gróna lands með beitareink- unn 5 eða hærri, á Flóa- og Skeiðamannaafrétti um 7 prósent og á Gnúp- verjaafrétti um 17 prósent. Mikill hluti beitareininganna er þannig feng- inn af gróðurlendi með lágt beitargildi, og má því segja, að á þessum af- réttum sé meiri skortur á gæðum en víðáttu beitilandsins. Gróðurlendi með lægri beitareinkunn en 5 er lélegt beitiland. Á svæð- inu milli Þjórsár og Hvítár- Jökulfalls myndi hækkun á núverandi einkunn í 5 auka fjölda beitareininga úr rúmlega 216 þúsundum í tæp 357 þúsund og beitarþolið að sama skapi. Að þessu marki þarf að vinna. SUMMARY For some years the Agricultural Research Institute has conducted a research program on the vegetation of the highlands of Iceland, which provide summer grazing for the greater part of the sheep population of the country.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.