Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 16
14 hinnar hröðu hörfunar jökulsins er víða að finna á afréttinum, enda hefur jökullinn, er hann hopaði til austurs og síðan suðausturs, stíflað stór- árnar, og þá myndazt uppistöðulón í farveginum. Svo var t. d. um Hvítá ofan Gullfoss og Þjórsá norðan Norðlingaöldu. Er jökullinn þynntist, lækkaði smám saman í lónunum, svo sem malar- hjallar í mismunandi hæðum bera vitni um. Jökullinn hefur víða rofið lægðir í berggrunninn. Er hann hopaði, uiðu lægðirnar að vatnastæðum. Flest vatnastæðin fylltust fljótlega af framburði áa og lækja, einkum urðu lægðir í farvegum stóránna skamm- æar. í Hvítá voru tvær slíkar lægðir. Önnur við mynni Búðarár („Búð- arárlón"), en hin við mynni Stangarár („Stangarárlón"). Þar eru nú víðáttumiklir og sléttir malarhjallar. í Þjórsá hefur á tímabili verið eitt slikt lón, sem náð hefur frá Eyvafeni — Svartá við Norðlingaöldu og langt norður fyrir Sóleyjarhöfða. Minjar þessa lóns eru sléttir sand- og melhjallar í 575 m hæð. Lægsti hluti Þjórsárvera er á þessari lónfyll- ingu. Er lónin höfðu fyllzt framburði, skáru árnar sig niður úr berg- höftunum, sem stífluðu þau uppi, svo og niður í gegnum malar- og sand- fyllinguna. Leirur, sem víða eru í lægðum og slökkum á afréttinum, eru einnig forn vatnastæði, sem fyllzt hafa framburði. Af öðrum jökulmenjum, sem ekki hefur verið getið, má nefna malar- ása, en þeir eru til orðnir, er jökulár, sem runnu í göngum í jökli, settu af sér framburðinn á jökli eða við jaðar hans. Mestir eru malarásarnir við Hvítá og Norðlingaöldu. Norðvestan Kerlingarfjalla eru miklir melhjallar. Þeir eru fyllingar jökulskerslóns, er myndazt hefur í vari Kerlingarfjalla, sem stóðu upp úr Búðajöklinum. Þá er þess að geta, að farvegir Hvítár ofan Gullfoss og Þjórsár ofan Dynks eru allbreiðir, og hafa því víða myndazt eyrar í ánum og meðfram þeim. Kvíslarnar, sem koma undan Hofsjökli, hafa hlaðið upp mikla aura á nútíma. Verksummerki frostsprengingar, jarðskriðs og frostlyftingar eru mjög algeng á afréttinum, og víða er stórgert net frostsprungna (fleyg- sprungna). Jarðfræði og gróðurfar — jarðvatn Berggrunnur og jökulruðningur á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár er alla jafnan svo þéttur, að úrkoma rennur að mestu leyti af á yfirborði og myndar lækjarsytrur, sem síðan safnast saman í dragár. Úrkoma, sem fellur á sand- og malarfláka, hraun eða móberg á aftur á móti greiða leið niður í jarðvegsgrunninn og kemur síðan fram í lindum á mörkum gropinna jarðlaga og þétts berggrunns eða jökulruðnings, sem undir

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.