Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 5
INNGANGUR Sumarið 1955 voru hafnar á vegum Atvinnudeildar Háskólans, nú Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, rannsóknir á gróðri afréttarlanda. Voru þær í fyrstu unnar í hjáverkum með jarðvegsrannsóknum, en hafa verið sjálfstætt verksvið við stofnunina síðan 1960. Tilgangur þessara rannsókna er margþættur. Þeim er ætlað að leiða í ljós, hve mikið af landinu er gróið og hvernig gróðurfari landsins er háttað. Ennfremur að ákvarða beitarþol afréttanna og kanna, hvar gróð- ureyðing á sér stað eða er yfirvofandi. Gróðri landsins hefur stöðugt hnignað á síðari öldum, en frumskilyrði fyrir varðveizlu hans er, að hann sé rétt nýttur. Starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg á síðari árum með auknu starfsfé og starfsliði, og að sama skapi hafa rannsóknirnar orðið víð- tækari. Upphaflega voru þær einskorðaðar við kortlagningu á gróðri afréttanna, en síðan hefur verið hafizt handa á fleiri sviðum, og nú skipt- ist verkefnið í fjóra meginþætti: a) Flokkun og kortlagningu gróðurlenda. b) Mælingar á gróðurfari og uppskerumagni gróðurlenda. c) Rannsóknir á plöntuvali sauðfjár. d) Ákvörðun á meltanleika og efnainnihaldi beitargróðurs (fóðurgildi). Fyrstu gróðurkortin, ásamt gróðurlýsingu, voru gefin út 1957, og voru þau af Gnúpverjaafrétti sunnan Fjórðungssands (B. Jóhannesson, I. Þor- steinsson, 1957). Vorið 1965 voru gefin út sex gróðurkort, er ná yfir mikinn hluta Biskupstungna-, Hrunamanna-, Flóa- og Skeiðamanna- og Gnúpverjaafrétta í Árnessýslu og syðsta hluta Eyvindarstaðaheiðar í Austur-Húnavatnssýslu. Voru endurskoðuð kort af Gnúpverjaafrétti gefin út að nýju, því að eldri kortin voru ekki í samræmi við hin nýrri. Útgáfa gróðurkorta er dýr, en æskilegt er, að kortin séu gefin út sem fyrst eftir að útivinnu við kortlagninguna er lokið. Þegar hefur mikill hluti hálendisins verið kortlagður, sunnanlands austur að Hverfisfljóti og norðanlands að Jökulsá á Fjöllum, og verður kortlagningu hálendisins alls væntanlega lokið um 1970. Með því fjármagni, sem nú er veitt til þessara rannsókna, verður unnt að hraða útgáfu kortanna. Á þessu ári koma út 10 kort, og er ætlunin að gefa út jafn mörg kort árlega meðan þörf krefur.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.