Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 10

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 10
8 3. Þursaskeggs- og móasefsmóar. (Ex—E2, Fj—F2). Þursaskegg og móa- sef eru einkennistegundirnar, en vaxa sjaldan saman. Ymsir smárunnar kvistlendisins eru þar, og mosi er oft mikill. Yfirborðið er smáþýft eða slétt og jarðvegur grunnur, landið skj óllítið og snjólétt. 4. Stinnastararmói. (Gi—G2). Stinnastör er ríkjandi tegund, en með henni smárunnar svo sem grávíðir og grasvíðir og grös eins og vinglar og fjallasveifgras. Yfirborðið er þýft, stundum stórþýft, jarðvegur djúpur og oft lítið eitt rakur, gróðurbreiðan samfelld, en mosi oft nokkur í þúfum. 5. Graslendi eða valllendi. (Hi—H4). Þar eru grösin, vinglar, fjallasveif- gras og fjallapuntur, ríkjandi tegundir. Oft er þar nokkuð af stinnastör, grávíði, loðvíði og blómjurtum. Yfirborðið er oft nær slétt, jarðvegur djúpur og lítið eitt rakur, snjólag nokkurt og skjól sæmilegt. Sérstaks eðlis er þó melgrassveitin, sem einungis er í foksandi. Melur er aðal- tegundin, en helztu fylgitegundir túnvingull og klóelfting. 6. Snjódœldir. (Ii—15). Þar sem djúpa skafla leggur snemma hausts, og þeir haldast langt fram á vor, verður sérstakt gróðurlendi, sem sjaldan er þó víðáttumikið, nema helzt í dalbotnum og hvilftum hátt til fjalla. Þar sem snjórinn liggur lengst, er gróður ósamfelldur með flagskellum, sem þaktar eru snjómosa, og er helzta háplantan þar grasvíðir, sem einnig er einkennistegund víðáttumestu snjódældanna, grasvíðidæld- anna. Stundum verða bláberjalyng og aðalbláberjalyng aðaltegundir, og fvlgja þeim oft grös, einkum bugðupuntur. Þá er finnungur stundum einkennistegund snjódælda, og oft stórvaxnar blómjurtir, blágresi, maríu- stakkur, fjallasmári og grámulla. Þessar snjódældir eru allar þurrlendar. En í rökum dældum er rjúpustör og hrafnafífa. 7. Nýgræður. (Kt—K3). Eru allvíða, bæði meðfram ám og vötnum, á blásnu landi, sem er að gróa að nýju, og á rökum sandi. Alls staðar virðist nokkur jarðraki vera skilyrði þess, að gróður nemi land. Stundum verða grös, einkum túnvingull eða skriðlíngresi, frumgróðurinn, sem síðan getur breytzt í valllendi eða víðigrund. Þar sem mold er enn í blásnu landi, er klóelfting oft fyrsta tegundin, en í blautum sandi hefst gróðurinn oft með hálmgresi og hrafnafífu. Með auknu áfoki getur það land breytzt í þurrlendi. 8. Blómlendi. (Li). Á nokkrum stöðum í skjólsælum hvömmum og gilj- um og fram með lækjum verða stórvaxnar blómjurtir ráðandi. Helztar þeirra eru blágresi, burn og maríustakkur, oftast með grasi og víðirunn-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.