Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 18

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 18
16 Tafla 1. Meðalúrkoma umreiknuð fyrir tímabilið 1931—1960 Table 1. Precipitation in mm reduced to the normal 1931—1960 Úrkoma júní-ág. Ársúrkoma Staður Precipitation June- Annual precipitation Location August mm mm Bláfellsháls 1950 Tangaver 1240 Hveravellir 590 Hald við Tungnaá 620 Jaðar í Hrunamannahreppi 1190 240 Vegatunga í Biskupstungum 1180 240 Leirubakki á Landi 970 230 Hæll í Gnúpverjahreppi 1060 230 Gunnarsholt á Rangárvöllum . ... 1020 200 Mælingar á afrennsli geta gefið til kynna meðaldýpt þess vatns, sem rennur af hverju vatnasviði. Sú meðaldýpt gefur að vísu ekki beina mæl- ingu á úrkomu, því að þar koma einnig áhrif uppgufunar og bráðnun jökla til greina. Til eru mælingar í einni bergvatnsá á svæðinu, Fossá, en frá vatns- hæð annarra vatnasviða í töflunni hér á eftir þarf að draga óþekkta stærð vegna þess, að gengið hefur verið á vatnsforða jökla. Tölurnar eru um- reiknaðar á sama hátt og úrkomumælingar, þannig, að þær eiga að gilda meðalárferði. Tafla 2. Árleg meðaldýpt afrennslis umreiknuð fyrir tímabilið 1931—1960 Table 2. Annual water depth reduced to the normal period 1931—1960 Mælistaður Vatnasvið km^ Vatnshæð mm Location Drainage area km2. Water depth mm Hvítá nálægt Hvítárvatni ...................... 840 1870 Hvítá við Gullfoss ........................... 2000 1920 Fossá við Háafoss ............................. 125 1670 Tungufljót við Faxa ........................... 720 1940 Tröllkonuhlaup ............................... 6380 1560 Úrkoma er vafalaust mjög breytileg á svæðinu. Gera verður ráð fyrir, að hún vaxi verulega með hæð, en önnur landfræðileg afstaða hefur greinilega a. m. k. jafn ákvarðandi áhrif. Meginhluti úrkomu á Suðurlandi berst inn yfir landið með vindum milli austurs og suðvesturs og mun austan, suðaustanátt og sunnanátt leggja til drýgstan skerfinn. Bæði mælingar og landfræðileg lega benda

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.